31.1.2022 | 17:29
Sérfræðingar sem ekki viðurkenna breytingar
Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á höfuðborgarsvæðinu sagði í gær í kvöldfréttum RÚV í tilefni af næstu bylgju barnabólusetninga að hún teldi andstöðuna ekki meiri við bólusetningar nú en hefur verið undanfarna áratugi og lengra aftur. Þessu er ég ekki sammála.
Þessir Covid tímar eru orðnir heimsþekktir vegna andstöðunnar gegn bólusetningum á heimsvísu og svonefndum samsæriskenningum þar að lútandi, sem margar eru ekki samsæriskenningar heldur réttmætar lýsingar á því sem gerist á bakvið tjöldin.
Sérfræðingalygi er afneitun sérfræðinga á öllum þeim vísdómi og fræðum sem eru utan þeirra sérsviðs, og slíkt er nú mjög algengt og vaxandi vandamál, eftir því sem sérfræðingabergmálshellamenningunni vindur áfram. Þessi sérfræðingalygi nær jafnvel til afneitunar sérfræðinganna á almennum sannindum og því sem allir vita að er að gerast, eins og að aukin andstaða gegn bólusetningum er að minnsta kosti meira áberandi í heiminum, ef ekki orðin vinsælli meðal fólks almennt, sem er svo sem erfitt að vera alveg viss um án rannsókna sem hægt er að taka almennilega mark á.
En þetta er skiljanlegt. Sá sem vinnur við eitthvað vill ekki viðurkenna að andstæðingum fags síns vaxi ásmegin, það er skiljanlegt, og afneitun er þá niðurstaðan.
Það er talað um að gjáin dýpki á milli ríkra og fátækra. Það eru þó fleiri gjár sem dýpka, eins og á milli sérfræðinga og almennings, og þannig mætti lengi telja. Því miður er það svo, og þetta er enn eitt merki um helstefnuna. Dr. Helgi Pjeturss kenndi að samstillingin er framtíðin, og mannkyn sem fer í átt til andstillingar er á helstefnubrautinni, svo sannarlega.
![]() |
Ítarlegt áhættumat um faraldurinn væntanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 74
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 963
- Frá upphafi: 144491
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 693
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.