Ekki er alveg víst að Dagur verði áfram borgarstjóri í Reykjavík þrátt fyrir framboð hans

Andrés Magnússon blaðamaður vakti einna mesta athygli í Silfrinu í dag með því að fræða um að vandræði séu hjá Sjálfstæðisflokknum með prófkjör og mótframboð gegn Hildi Björnsdóttur til borgarstjóraembættisins. Vekur þetta furðu. Margir hljóta að hafa áhuga á borgarstjóraembættinu í Reykjavík, og þótt Dagur B. Eggertsson sé vinsæll er hann langt frá því að vera óumdeildur, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn sem stærsti flokkurinn ætti að hafa góðan möguleika á borgarstjóraembættinu, þrátt fyrir framboð Dags að nýju.

 

Vandinn hjá sjálfstæðismönnum er kannski ekki styrkur Dags, enda er hann bara venjulegur maður sem hefur verið trommaður upp af alþjóðavædda liðinu í Reykjavík sem ekki sízt er hjá Pírötum. Vandinn er kannski helzt sá að Píratar, sem gáfu sig út fyrir að vera miðjuflokkur, hefur reynzt harðlínuvinstriflokkur í framkvæmd, og Viðreisn einnig, og þeirra stuðningur við Dag kom honum í embætti síðast.

 

Nóg var að hlusta á Þórhildi Sunnu til að sannfærast um þetta. Enn er hún að spila þá þvældu og rispuðu plötu að allt sé sjálfstæðismönnum að kenna, öll spilling, að ekkert maðkað mjöl sé hjá Degi og hans fólki.

 

Þarna í Silfrið vantaði konu sem hefur verið stjórnarandstaðan gegn Degi holdi klædd, Vigdís Hauksdóttir frá Miðflokknum. Hún er rökvís og hvöss, enn frekar en Kristrún Frostadóttir, sem hefur verið lofuð fyrir slíkt, vissulega réttilega, og Hildur Björnsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum.

 

Vigdís Hauksdóttir hefði upplýst sjónvarpsáhorfendur betur en nokkur annar um spillinguna í Reykjavík og hvað mætti betur fara komist Sjálfstæðisflokkurinn þar að og með sinn borgarstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband