29.1.2022 | 11:56
Menntastefna í molum - viðtengingarháttur á undanhaldi
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að viðtengingarháttur er á undanhaldi. Það kemur mér ekki á óvart, ég hef rekizt á þetta sérstaklega síðastliðna tvo áratugi eftir aldamótin.
Það er ekki ósennilegt að latínan hafi slátrað enskunni sem beygingarmáli, þegar kaþólskan varð megintrú á Bretlandi, Biblían lesin á latínu og fræðimenn snobbandi fyrir latínunni. Enskan fór að missa æðri málfarseinkenni sín eftir að víkingatímanum lauk, og reglur fóru að einfaldast.
Við höfum ekki þessa sömu afsökun á Íslandi, því við eigum að vera sjálfstæð þjóð og vita betur. Það er hægt að taka ákvarðanir ofanfrá í menntakerfinu, og láta kennarana kenna börnunum en börnin ekki kenna kennurunum, eins og nú er farið að tíðkast.
Jú, þjóðirnar áttu að heita sjálfstæðar á miðöldum þegar margar þjóðir misstu beygingar sínar, en þær voru það ekki. Þjóðerniskenndin kom upp á 19. öldinni, og ekki fyrr en þá var markvisst farið að vernda einkenni þjóða og menninga.
Það var Magnús Torfi Ólafsson sem afnám zeturegluna, eftir sem áður geta menn skrifað hana og notað, nema talið er til bóta að kunna hana ef hún er notuð, og viðhafa samræmi. Sverrir Hermannsson vildi að zetan yrði aftur lögboðin, en hægt er að ruglast á þessu, þar sem langt er um liðið.
Það er ekkert erfitt að læra zeturegluna. Ég lærði hana af Þorgilsi vini mínum og þá var ég kominn á þrítugsaldurinn. Hvorugur okkar lærði hana í skóla, en hann, sem er prestssonur lærði regluna af foreldrum sínum, sem voru ströng á málfarsatriðum. Það var samkvæmt þeirri gömlu hefð að prestar væru betur menntaðir en flestir aðrir, og sæju um menntun ungviðisins til sveita.
Þegar ég var í Digranesskóla spurði ég Skafta Þ. Halldórsson íslenzkukennara hvernig zetureglurnar væru. Hann svaraði: "Þið ruglist bara ef við reynum að kenna ykkur að nota zetuna. Það er of erfitt fyrir ykkur að læra hana".
Skafti er og var Marxisti, og hann hafði mikil áhrif á mig, nema svar hans minnkaði ekki áhuga minn á að læra zeturegluna.
En það var öðru nær. Að læra zeturegluna á fullorðinsárum jók áhuga minn á íslenzku og gerði móðurmálið skemmtilegra fyrir mig.
Zetan kemur þar fram í stafrófi sem T, D eða Ð voru áður og teljast leyndir stafir. Hún er þannig upprunastafur eins og y, sýnir orðsifjar.
Zetureglan er einföld hafi maður tamið sér hana. Verðzlun leiðir af sér verzlun. Betztur leiðir af sér beztur. Undz leiðir af sér unz. Hann hefur komiðzt á leiðarenda, mun barnið komast á leiðarenda?
Ég tamdi mér það að skrifa stofnsamhljóðana með í orðunum þegar ég var að æfa mig. Sú stafsetning mætti alveg verða lögboðin á Íslandi. Að vísu fer þá íslendzkan að minna á þýðzkuna, en það er ekki leiðri þjóð að líkjast.
Ef maður kann og lærir zeturegluna verður maður betri í annarri stafsetningu einnig tel ég, því áhugi á uppruna málsins vaknar, eins og þegar maður lærir íþróttir og nær á þeim tökum.
Menntastefnan er í molum. Börnin eru ekki bara léleg í stærðfræði heldur mörgum öðrum fögum. Aga þarf aftur að innleiða í skólakerfið, og að nýjar vitleysur verði sendar útí hafsauga.
Það eru stór verkefni sem menntamálaráðherrar framtíðarinnar þurfa að glíma við, að endurreisa menninguna, íslenzkuna og fræðasamfélagið.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 6
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 466
- Frá upphafi: 132134
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 364
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er búinn að setja viðbót mína færslu þar sem minnst er á Sverri og Zetuna og vísa þar í þessa.
Guðjón E. Hreinberg, 29.1.2022 kl. 14:11
Það þarf að afnema menntakerfið. Helst að banna alla kennzlu.
Þá fer fólk aftur að læra eitthvað. Samkeppni fær svo fólk til að vanda sig.
Guðjón E. Hreinberg, 29.1.2022 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.