Auðvaldið stjórnar, það er ekki samsæriskenning

Ef menn undrast hversu margir hlýða Víði og þiggja bólusetningu ættu þeir að íhuga eftirfarandi: Það er ekki samsæriskenning að peningar stjórna heiminum. Það er ekki samsæriskenning að ríkir verða ríkari og fátækari fátækari. Það er ekki samsæriskenning að Bill Gates hefur hagnazt á faraldrinum og sumir aðrir sem eru í ofurríkustu búbblunni. Það er einnig staðreynd að ofurríkasta klíkan er með puttana í fjölmiðlum og afþreyingarfyrirtækjum, og teygir sína klær næstum hvert sem er.

 

Það er einnig staðreynd að fólk hlýðir næstum alltaf sterkasta valdinu og hefur gert í gegnum söguna. Þetta eru ekki samsæriskenningar heldur fróðleiksmolar um mannsins eðli, sem stundum gleymast í þvættingssúpunni í menningunni.

 

Vekur það ekki furðu að enn skuli elítan hamra á því að Hitler sé aðalóvinurinn og rasistar, nazistar? Þar hlýtur því að vera raunverulegt vald, sem ekki er dautt, þótt reynt sé að troða á því og sigra það. Þar hlýtur jafnvel að vera sannleikur sem er dýrmætari lifandi sálum og manneskjum en hægt er að ímynda sér.

 

Andlegt vald, þetta snýst um andlegt vald, trúverðugleika og stjórn á mannkyninu.

 

Það að meginhluti fyrrverandi vinstrimanna og gamaldags jafnaðarmanna skuli fylgja alþjóðahyggju segir manni að þeir hafa svikið hugsjónir sínar um baráttuna gegn auðvaldinu.

 

Margt í þessum farsóttarmálum er hætt að vera samsæriskenning og orðið staðreynd. Eins og að veiran var búin til í tilraunastofu, og sennilega dreift viljandi, frekar en að hún hafi fyrir slysni dreifzt.

 

Einnig er það staðreynd að þetta snýst um ofríki auðvaldsins, sem byggist á alþjóðavæðingu en er andsnúið þjóðríkjunum og þjóðerniskenndinni.

 

Ekki samsæriskenningar, staðreyndir.


mbl.is 1.567 kórónuveirusmit greindust innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband