Ýktar vorlægðir í janúar - hamfarahlýnun augljós

Sá sem vill vera alveg andlega frjáls fetar einstigin og samsamar sig aðeins sannleikanum, ekki stefnum. Eitt af því sem ég samsama mig með er áhugi á umhverfisvernd eins og vinstrafólk gerir, sem það gerir á yfirborðinu að minnsta kosti, en ekki virðist það ætla að duga sem gert er í umhverfisvernd.

 

Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifaði gott blogg þann 21. janúar þar sem hann skrifar: "Veður hefur verið mjög umhleypingasamt - oftar þó hlýtt en kalt". Þarna staðfestir hann það sem ég hef haldið fram og margir aðrir, að margt bendi til að hamfarahlýnunin sé staðfest og raunveruleg, komin til framkvæmda hér á landi sem annarsstaðar. Menn geta ekki deilt um tölur eins og þær sem Trausti setur fram, en túlkanir á þeim að vísu.

 

Það er einnig vísindakenning sem stendur föstum fótum í vísindum að ísöld getur byrjað með hamfarahlýnun og öfgum í veðurfari, breytingum á hafstraumum, golfstraumnum ekki hvað sízt. Menn deila um breytingar á honum, eins og annað, en þær hljóta að geta orðið fyrirvaralaust og hratt, en það er eitt af því sem náttúran kennir manni, að breytingar geta orðið örar, séu undirstöðurnar fyrir hendi, aðrar breytur öðruvísi.

 

Það er alveg forkastanlegt að menn séu aftur byrjaðir að brenna olíu á okkar landi. Einnig er það forkastanlegt að menn tala um að "auka orkunotkun" til að koma á orkuskiptum! Þetta er sagt á heimsvísu! Ef súrefnisskortur þjakar er ekki ráðið að auka þar mengunina.

 

Ótalsinnum í fréttum og fjölmiðlum kemur fram fólk með tóma steypu, sem segir eitthvað sem stenzt engin rök og er þversögn. Ekki sízt femínistar og jafnaðarmenn, sem ekki hafa hugsað hlutina til enda, og koma með pólitískan áróður en ekki góðar upplýsingar, eða skoðanir sem hægt er að standa á bakvið almennilega.

 

Þjóðaleiðtogar hafa ekki stjórn á ástandinu, það er augljóst, þótt þeir reyni að láta líta út fyrir það. Vinstrimenn og jafnaðarmenn beita máttlausum brögðum til að berjast við hamfarahlýnunina. Það gera svonefndir hægrimenn líka, en varla eru nokkrir hægrimenn eftir svo sem neinsstaðar.

 

Það eina sem dugar er að hverfa til fortíðarinnar og einfaldari lífshátta.

 

Framtíð allra er í húfi. Við þurfum nýja flokka og forystumenn, og fólk sem kýs nýja flokka, þar sem sannleikurinn er hafður í forgrunni, ekki þvættingur sem ljúft er að hlusta á og trúa á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband