22.1.2022 | 10:55
Vinstrimenn og jafnaðarmenn leggja traust sitt á að Dagur vinni borgina enn einu sinni. Mun það gerast, eða styrkjast hægriöflin?
Af orðum Dags borgarstjóra í Reykjavík um komandi kosningar til borgarstjóra á ný má túlka það svo að hann hafi að miklu leyti viljað hætta en annað Samfylkingarfólk hafi talið sigur sinn óvísan án hans og þrýst á hann að bjóða sig fram á ný, einu sinni enn. Af öllu þessu má draga þá ályktun að Dagur sé leiðtogi vinstrimanna sterkari en Samfylkingin og vinstriflokkarnir almennt. Út frá stjórnmálafræðilegum rannsóknum hlýtur það að teljast áhugavert að vinstriflokkar séu farnir að reiða sig á sterka leiðtoga, því sagt var að hægriflokkarnir hefðu frekar þau einkenni. Enn eitt atriðið sem sýnir ruglinginn á pólitíska sviðinu og hversu skilgreiningar eru orðnar torveldar.
Nú vaknar stóra spurningin, mun Dagur vinna borgina á ný eða ekki? Ef Sjálfstæðisflokkurinn vinnur borgina mun það vonandi hafa ruðningsáhrif yfir í landsmálin, þannig að hægt verði að koma á fót ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eða Miðflokks og Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins, dæmigerðar hægristjórnir, borgaraflokkastjórnir, eins og sumir segja.
Ekki svo að skilja að frjálshyggjan og peningagræðgin séu mitt uppáhald, en það lýðskrum sem felst í samvinnu ólíkra flokka og afslætti á þeirra hugsjónum er kannski verra en það sem landsmenn bjuggu við áður. Jóhannes bloggari hnýtir í Sjálfstæðisflokkinn, honum er sennilega of sárt að fjalla um sína eigin menn, Vinstri græna. Þeir standa honum nær.
Dagur býður sig aftur fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 47
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 550
- Frá upphafi: 132122
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 442
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.