20.1.2022 | 11:10
Vandinn við nýleg hljómtæki, sem minna er hægt að gera við
Kína gaf okkur ekki bara Covid-19 heldur líka raftæki sem ekki er hægt að gera við. Gömlu raftækin frá Ameríku og Japan var hægt að gera við. Örtölvutæknin er orðin þannig að hlutir eru svo smáir að ekki er hægt að skipta þeim út.
Plötuspilarar eru sem betur fer aftur komnir í tízku, það er gaman að þeim og þeir eru nytsamlegir. Analog hljómurinn, sá hliðræni, eins og þetta heitir á íslenzku, er þýðari og mýkri á einhvern hátt, þótt ekki sé hægt að sanna það, en hlustendur eru sammála um þetta og því hafa vinsældir vinylplötunnar aukizt á ný á síðustu árum og áratugum.
En nýir plötuspilarar eru ekki endilega endingarbetri en þeir sem smíðaðir voru áður. Þeir beztu voru framleiddir frá 1976 til 1985, um það bil, þegar hliðræna tæknin stóð á hátindi sínum.
Hægt er að fá plötuspilara nýja með þyngdarstillanlegum armi, en algengt er að þyngdin á þeim sé stöðluð, sem er ekki mesta gæðaeinkennið.
Metnaðurinn var mikill hjá plötukaupendum um 1980. Þá vissi markaðurinn hvað skemmdar hljómplötur þýddu, spilaðar með skemmdri nál og á lélegum plötuspilara. Þá krafðist fólk þess að plötuspilararnir væru vel með plöturnar, með þyngdarstillanlegum armi og nettum nálum.
Á sama tíma náði þróun hljómsnældunnar hámarki, með tilkomu Dolby-C kerfisins. Þó voru fyrirtækin farin að spara, og hnignunarmerkin farin að gera vart við sig. Erfiðleikar á japönskum mörkuðum ollu þar mestu.
Um 1985 voru gæði segulbandstækja farin að verða minni, og um 1990 voru gæði þeirra hríðfallin, enda voru þá CD hljómdiskarnir aðalmálið.
Menn trúðu því um 1990 að CD diskar myndu drepa hliðrænu tæknina, en það gerðist ekki. Hljóðsnældan er vantmetið fyrirbæri sem ætti að koma aftur, þar er einnig þetta dásamlega og mjúka hliðræna hljóð.
Á ákveðnum tímapunkti nær tæknin hámarki, svo hnignar henni, eða hægt er að halda því fram að minnsta kosti.
Enn má spyrja sig, er 5G tæknin nauðsynleg eða ónauðsynleg? Skaðsamleg eða ekki fyrir menn og skepnur?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 39
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 542
- Frá upphafi: 132114
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 436
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.