13.1.2022 | 00:31
Húmanismi og umhverfisvernd fara ekki saman - hamfarahlýnun staðfest af vísindamönnum
Menn deila um flest og einnig umhverfismálin. Vissulega deila menn um hamfarahlýnun, en þó er þetta það svið sem sífellt erfiðara verður að deila um, því öll lönd verða fyrir barðinu á þessum breytingum. Þessi vetur er til dæmis óvenju umhleypingasamur og hlýr, en meðaltölin skipta mestu, það er rétt.
Þau ráð duga ekki sem hingað til hafa verið notuð. Það er sama hvað við gerum á okkar litla Íslandi, fjölmennu löndin menga mest, og þar er vandinn. Þótt Covid-19 fækki eitthvað mannfólkinu heldur fjölgunin áfram þar sem fátæktin er mest, og þar er mest aukningin á mengun. "Góða fólkið" á sök á menguninni, með hjálparstarfinu í Afríku og Asíu, með mannréttindabaráttunni og húmanismanum.
Flest bendir til þess að of seint sé að bjarga jörðinni og mannkyninu. Hins vegar má draga lærdóm af þessu. Femínistar, jafnaðarmenn og vinstrimenn eru varla trúverðugir núna þegar ljóst er að þeirra ráð gegn menguninni og hamfarahlýnuninni duga ekki, að öllum líkindum.
Það er ekki lengur hægt að líðast að vinstraliðið fái að koma inn samvizkubiti hjá öðrum vegna rasisma, karlrembu eða feðraveldis, þegar ljóst er að þetta sama vinstralið hefur með húmanisma sínum stuðlað að hamfarahlýnun og mengun jarðarinnar.
Einfaldari lífshættir voru sjálfbærir, við áttum að læra af fátækari þjóðum en ekki koma þeim á okkar hátæknistig umhverfiseyðingar og mengunar.
Síðustu sjö ár þau heitustu frá upphafi mælinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 22
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 525
- Frá upphafi: 132097
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki get ég deilt með þér að þessi vetur hafi verið óvenjulega umhleypingasamur enda sagt að fólk man ekki veðrið 3 ár aftur í tímann. Hamfarahlýnun er plat ekki frekar en sýruregnið sem átti að drepa okkur fyrir 30 árum, gatið á ozonlaginu, spá um ísaldarskeið fyrir 40 árum o.s.frv. Þetta er pólitík fyrir fólk sem vantar tilgang í líf sitt.
Rúnar Már Bragason, 13.1.2022 kl. 12:12
Ég verð að upplýsa Rúnar Má Bragason um að súrt regn og gat á ósonlaginu voru ekkert plat heldur þaulrannsakaðar staðreyndir.
Með markvissum aðgerðum tókst að vinna bug á báðum þessum hættum, annars vegar með því að draga úr eða stöðva losun brennisteinsríkra lofttegunda, hins vegar með því að draga úr eða stöðva losun klórflúorkolefna.
Hlýnun andrúmsloftsins af völdum gróðurhúsalofttegunda er líka staðfest með margendurteknun rannsóknum, en því miður er þetta risavaxið vandamál að leysa miðað við hin tvö.
Hörður Þormar, 13.1.2022 kl. 16:21
Skal vera nákvæmari fyrir þig Hörður. Það eru fréttamiðlar með sínum heimsendaspám sem gera þetta allt að einu allsherjar plati.
Ef mengun olli sýruregni hvers vegna er Kína þá með plan um tugi kolaorkuvera. Ozonlagið stækkar og minnkar án áhrifa frá mannkyni og það sama á við um hitann á jörðinni.
Rúnar Már Bragason, 13.1.2022 kl. 23:44
Sýruregnið kemur vegna iðnaðar með kemískum efnum, og er sértæk mengun, las ég einu sinni. Kínverjar forðast kannski þannig iðnað, veit það samt ekki.
Sýruregn fylgir ekki hvaða iðnaði sem er.
Bann við freonefnum og öðrum ózoneyðandi efnum var sett á rétt fyrir nokkrum áratugum, man ekki nákvæmlega, en það kom í fréttum. Sá árangur að það hefur jafnað sig vekur bjartsýni þótt önnur verkefni séu erfiðari eins og Hörmur Þormar minnist á.
Þegar ég var í Digranesskóla á unglingsaldri lét líffræðikennarinn okkar Árni Waag okkur lesa erlendar greinar um súrt regn í Þýzkalandi sem kom frá BASF verksmiðjunum og fleiri slíkum. Ég man ennþá eftir þeim.
Heimsendaspárnar byggja á meginstraumsvísindamönnunum sem halda þessu fram. Minnihlutinn andmælir heimsendaspánum, hægrisinnaðra vísindamanna sennilega frekar.
Stundum tel ég meginstrauminn hafa rétt fyrir sér eins og í umfjöllun um mengun og útaf hamfarahlýnun. Sé ekki ástæðu til að halda að fjöldinn hafi samt alltaf rétt fyrir sér.
Kínverjar gera allt til að efla stöðu sína og hagvöxt, þar með að fórna sínu umhverfi og annarra. Fréttirnar um mengunarmistrið yfir stórborgum Kína eru engar ýkjur.
Ekki kapítalismanum til eflingar.
Ingólfur Sigurðsson, 14.1.2022 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.