Örvænting og von

Ekki er hægt að flýja til neins staðar, nema inní sál sína, þar sem hægt er að varðveita sannleikann ennþá. Í þessum pistli langar mig að fjalla um setningu sem ég las í pistli hjá Guðjóni Hreinberg fyrir nokkrum mánuðum, um að meðtaka örvæntinguna en hafna voninni, fyrir þá sem ekki hafna menntun af þessu tagi.

 

Á þessum tíma aukinnar helstefnu er tímabært að fara útí þetta efni.

 

Já, örvæntingin segir að einungis sannleikur Guðs er eftir. Það skiptir máli hvernig fólk trúir og iðkar trú sína, ekki á hvað það trúir. Trúarbrögðum fylgja siðvenjur sem bæði geta hjálpað og spillt fyrir, fært mann nær guðdómnum eða fjær honum. Því má segja að í sumum trúarbrögðum séu fleiri vegvilltir en hólpnir, en ekki er gott að vera of viss um hvaða trúarbrögð eru skárri öðrum. Þó má alveg taka undir það sem spakir menn hafa rætt um og ritað að stundum ber að varast trú fjöldans. Sú trú getur svo sem verið af öllu tagi, og ekki tengd skipulögðum stofnunum eða skurðgoðum, nema mennskum.

 

Satan notar vonina þegar maður er staddur í Helvíti af einhverju tagi til að ginna og fjarlægja mann frá Guði, Sannleikanum.

 

Þetta er þó mikið einstigi, því sá sem tapar alveg voninni kann að tapa lífslönguninni.

 

Þetta er því línudans á milli örvæntingar og vonar. Að taka eftir því ósýnilega, öndum sem hjálpa og tæla sitt á hvað.

 

Örvæntingin verður vinkona sem hægt er að treysta á, ef maður þekkir hana og nær að halda henni í hæfilegri fjarlægð, en hræðist hana þó ekki svo mikið að maður skilji að hún hefur lög að mæla um mannfólkið, mannskepnurnar og heiminn sem maður er í.

 

Þórdís Valsdóttir hvetur fólk til að "sleppa þumlinum" á Vísi. Ég tek undir það. Raunar er bezt að sleppa Fésbók, Twitter og öðru slíku. Satan stjórnar heiminum, og þessi nýju leikföng hans nýtir hann til að draga fram ósamlyndi fólks og vekja óhamingju. Ótalmörgu er sleppt, verður sleppt. Öðru er ekki sleppt, sem ætti að sleppa, og hefði átt að sleppa. "Maðurinn (konur eru líka menn) velur aðeins það sem er rangt." (Lag eftir mig frá 1996).

 

Að vissu leyti er það ágætt að konur fái völd á þessum síðustu og verstu tímum.

 

En Misskilningurinn er Djöfullinn og Skilningurinn er Guð. Okkar tímar eru tímar aukins misskilnings.

 

Eitt af því sem einkennir femínismann er skortur á rökhugsun. Af því bara rök, jafnrétti á að ríkja, af því bara.

 

En það verður hver og einn að fara sína braut.

 

Ég vona að konur muni valda því að hafa heiminn á herðunum eins og Atlas forðum. Ég vil frekar trúa á konur og femínismann en ekki neitt. Enda er Ásatrúin þannig, allt opið, allt mögulegt.

 

En dyrnar að heimunum voru rifnar. Annað, maðurinn sem var nútíminn var felldur og hans verk. Þegar hinn meðvirki faðir er hunzaður og smánaður, og fær ekki minnisvarða, hvað verður þá um meðvirku börnin hans?

 

Ó já, Guðjón Hreinberg hefur rétt fyrir sér þetta er rétt svo að byrja, og hrun menningarinnar verður ekki skynjað fyrr en á ákveðnum augnablikum af mörgum mannverum. Sumir skynja það seint, aðrir fljótt. Fatti maður það of seint getur maður verið illa undirbúinn.

 

Iðrun er mikilvæg, bænin líka, vitnisburðurinn og fyrirgefningin. Þar sem búið er að eyðileggja svo mikið af heiðnum trúarbrögðum finnst mér ágætt að minna mig á slík grunnatriði kristinnar trúar sem standa vel fyrir sínu ennþá.

 

Það kann að vera að Ísland sé búið að vera, en ekki hafa allir misst vitið. Þeir misstu sem höfðu, þeir sem höfðu það misstu.

 

Þegar maður talar við guð sinn þá getur maður dílað við Örvæntinguna án þess að láta glepjast um of af henni. Þegar maður fyrirgefur sjálfum sér eins og öðrum mönnum og konum þá er maður tilbúinn að sætta sig við heiminn og allan hryllinginn sem í honum hrærist og finnst, og sem veður uppi í honum líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Guð er sterkasta aflið,hef marg fundiÐ fyrir þvi.   Mörgum finnst lítið,til Omega sjónvarpsstöðvarinnar koma.En að horfa á hana er svo undursamlega  róandi þegar lítt vanir málfarslegir skýra sína trÚ á Kristindóminn.- - Það minnir mig á upptöku liðsmanna Elo(?) af útigangsmanni í stórborg USA syngja brostinni röddu til guðs síns um náð og miskun samt ágætlega raddlega ófalskt.þetta fór á vínil sem Elo gaf síðan út og var mikið spilað. Mkv.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2022 kl. 02:15

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir góða athugasemd Helga. Í nútímasamfélaginu finnst mér jafnvel vera meiri þörf fyrir kristna trú en áður, í þessari miklu upplausn og fjölmenningarsamfélagi. 

Ég hef stundum horft á Omega. Þar er góður siðferðisgrundvöllur, en of mikið um endurtekningar finnst mér. Í sambandi við andstöðuna við fóstureyðingar er ég algjörlega sammála þeim á Omega, og á mörgum öðrum sviðum einnig. 

Já, maður leitar til trúarinnar þegar upplausnin er mikil í samfélaginu, og svo oft á öðrum stundum einnig.

Ingólfur Sigurðsson, 8.1.2022 kl. 08:28

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mjög góður pistill Ingólfur. Það er gefandi að lesa ykkur Guðjón sem þorið að segja það sem aðrir þegja.

Upp úr hinu svo kallað hruni upplifði ég eitthvað í ætt við það sem þú kemur inn á og setti það á bloggið þegar ég hafði lagt upp í svipaða greiningu og þú gerir nú, sem tók mig nota bene mörg ár. 

Eg kallaði greininguna svartnætti sálarinnar. https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/1305364/

Magnús Sigurðsson, 8.1.2022 kl. 08:57

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Magnús. Þú ert einn af þeim bloggurum sem óhætt er að mæla með, og ferð á dýptina. Ég kann að meta það. Ég las þennan ágæta pistil þinn frá 2013, og eins og þú segir, þú gerir upp sársauka hrunáranna. Ég kann ekki vel við orðið læk sem notað er, það minnir á lækina sem renna en er aðeins léleg enskusletta, en Þorgils vinur minn talar um að gefa þumal á svona færslur á Fésbók eða annarsstaðar, og ég gaf þessum pistli þínum slíkan ánægjuþumal. Það ætti maður að gera þegar maður veit að slíkur samþykktarvottur verður ekki misskilinn.

Það er leitt að margir sem lesa það sem Guðjón skrifa skilja ekki grundvöllinn að speki hans sem er heimspeki og trúarbrögð. Ég las pistil eftir hann fyrir nokkrum mánuðum sem hafði mikil áhrif á mig um þetta, en það tók mig langan tíma að íhuga innihald hans og bæta við nokkrum kornum.

Ingólfur Sigurðsson, 8.1.2022 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 127207

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband