4.1.2022 | 06:53
Skaupiđ var býsna gott og faglegt - en bitlaust gagnvart pólitíkinni og ríkisstjórninni.
Ekki ţýđir ađ ímynda sér ađ allt sé sagt og mađur nenni ekki ađ blogga. Kannski ég byrji aftur á Fébókinni á nýju ári fyrir alvöru. Mér tekst kannski ađ missa áhugann á ţví skrýtna, samsćriskenningum og slíku, og ţá á ég auđveldara međ ađ taka Fésbókarfjasiđ í sátt, sem mér hefur fundizt of mikiđ miđjumođ fram ađ ţessu.
En ađ skaupinu. Anna Marsibil dagskrárgerđarkona lýsti ţví bezt í nýju Kastljósi á RÚV í gćr á ţann hátt ađ ţađ hafi veriđ gott en of ópólitískt og bitlaust fyrir sinn smekk. Fleiri sögđu ţetta sama, ađ skaupiđ hefđi ţróazt í ópólitíska átt síđastliđin ár, međ ţessum leikstjórum sem hafa séđ um ţađ síđastliđin ár. Mjög hćfur hópur, en ekki jafn pólitískur og Spaugstofan var. Spaugstofan er heilagt viđmiđ ţegar kemur ađ gríni nú til dags, ţví ţeir voru grínkóngar um langt árabil, eftir ađ Radíusbrćđur, Halli og Laddi, Ómar Ragnarsson, Jón Gnarr og fleiri voru ekki lengur ţađ nýjasta og ferskasta í grínheiminum, eins og veriđ hafđi fram ađ ţví. Spaugstofan hélt vinsćldum og virđingu ţar til um 2010 ţegar ţeir lögđu upp laupana endanlega, ţví miđur, eftir takmarkađa endurkomu á Stöđ 2.
Ţá kemur aftur ţessi spurning sem kom upp: Á Skaupiđ ađ segja eitthvađ eđa vera bara skemmtun og afţreying?
Ţá kemur upp spurning sem er ţessu tengd: Er ţađ hollast fyrir ágćtan forsćtisráđherra okkar Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grćna ađ fá ekki sama ađhald og Spaugstofan veitti?
Ég tel ađ Vinstri grćn og hinir tveir flokkarnir hafi stađiđ sig framúrskarandi vel viđ ađ halda saman ţjóđinni á erfiđum tímum. Mörg mál voru samt umdeild á kosningatímabilinu, fóstureyđingarlög Svandísar Svavarsdóttur bera einna hćst í ţví sem kalla mćtti mistök, og skimunin sem send var til útlanda, og nefna mćtti umdeilt ţjóđgarđamáliđ og mörg fleiri mál. Ţađ var ekki fariđ inní dýptina á ţessum málum í skaupinu, og margt af ţessu fullkomlega hunzađ, sem er vissulega galli á skaupinu, sem gerir vanalega upp svona mál um áramótin, fellir dóma, í formi gríns.
Ţađ var almennt ekki fariđ á dýptina í skaupinu og ţađ var helzti gallinn. Mađur gat ekki skellihlegiđ ađ ţví, en mađur gat flissađ, glott, brosađ og smáhlegiđ, nćstum allan tímann. Nokkuđ góđur árangur, en of bitlaust skaup? Já, ţađ er réttmćt gagnrýni.
Um bloggiđ
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu fćrslur
- Ég ber hćfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritiđ heldur áfram, ţar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrćnu fólki sem ...
- Fáein orđ í keltnesku, gaulversku. Kennsluţáttur í útdauđu má...
- Jafnađarfasismanum var komiđ á međ ţví ađ neyđa fólk til ađ f...
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 167
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 830
- Frá upphafi: 137030
Annađ
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 635
- Gestir í dag: 108
- IP-tölur í dag: 106
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.