27.12.2021 | 10:05
Hábraut 4, sem hefði átt að verða safn og Reynisdrangar þar utaná
Reynisdrangar eru að verða eitt af þekktari kennimerkjum Íslands, vegna auglýsinga og erlendra bíómynda. Nýlega varð skelfilegt slys þarna, enda vinsæll ferðamannastaður, og þarna er sjórinn úfinn.
Málverkið af þessum dröngum sá ég oft sem barn og unglingur, og eftir tvítugt, sem frændi minn Ingvar Agnarsson málaði utaná húsið sitt að Hábraut 4.
Ég hef aldrei verið mikið fyrir að ferðast mikið um landið, en þetta málverk hafði ég fyrir augunum oft, því Ingvar Agnarsson, bróðir móðurafa míns, málaði það utaná húsið sitt, sennilega árið 1975 eða svo. Eftir það málaði hann stjörnusambandsstöðvar milli glugganna, með smekklegum hætti. Þetta hús var reist af honum sjálfum og nokkrum öðrum 1946 en rifið 2006, því miður, því óþarfara hús kom í staðinn, safnaðarheimili fyrir kirkjuna, en nóg er af kirkjum, og safnaðarheimilið hefði mátt hafa annarsstaðar.
Hefðu ferðamenn viljað skoða þessar myndir.
Hann ferðaðist mikið um landið og skrifaði ferðasögur með ljósmyndum, sem eru óútgefnar.
Af því að hann kunni allar þessar tröllasögur og þjóðsögur fannst mér þær skemmtilegar og eðlilegar, hluti af lífinu. Ég var aldrei hræddur við tröllin, því mér fannst þetta of skemmtilegar sögur til þess.
Háidrangur, Mjódrangur, Landdrangur og Steðji. Þessi orð heyrði ég oft. Það var gott uppeldi að læra ýmislegt af þessu tagi, en ég hálflærði það, gleymdi því, en það rifjast upp.
Mér fannst sérstaklega skrýtið að svona klettur skyldi heita Steðji, því ég ólst upp við það að uppi í eldsmiðjunni á verkstæðinu var steðji, og þar voru járnstengur beygðar og réttar af afa mínum sitt á hvað. Hvernig gat klettur heitið það sama og níðþungt járnstykki sem virtist óbrjótandi?
Með því að læra jarðfræði og þekkja til fyrirbæra í náttúrunni stilli hann sig til skýrra og vísindalegra drauma sem hann skráði niður. Með því að ræða þessa hluti við fólk sem hann þekkti stillti hann sig til svona drauma enn fremur. Þannig gat hann rannsakað önnur sólhverfi og lífstjörnur, jarðfræði annarra hnatta í draumum sínum.
Því miður eru draumar jafnan stuttir, en stórmerkilegir, sé vel eftir þeim tekið og þeir skrifaðir niður.
Með því að dreyma svona landslag á öðrum hnöttum fær maður sambönd uppávið, þar sem athygligáfan er góð hjá fólki.
Helstefnan á okkar jörð er ekki sízt tilkomin vegna þess að við erum öll meira og minna þolendur en ekki gerendur í eigin lífi, þar sem tækniþróuninni er neytt uppá okkur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 75
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 879
- Frá upphafi: 133824
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 674
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.