Eyðing Amazonfrumskógarins er verra vandamál en íslenzk vandamál.

Veirufréttirnar eru ekki skemmtilegar um hátíðirnar, en þær eru gamalkunnar orðnar. Ekki er óvissan í sambandi við jarðskjálfta og eldgos heldur skemmtileg, en líka það sem allir á þessu landi þekkja að kemur aftur og aftur.

 

Ein frétt stendur uppúr og hefur valdið mér meiri kvíða en aðrar, frá Brazilíu og Amazonfrumskóginum, sem DV segir frá: "Segir að við höfum fimm ár til að bjarga Amazonregnskóginum". Virkilega skuggalegur boðskapur og gæti verið sannur hvað tímamörk varðar, það er aldrei að vita.

 

Hvernig stendur á því að ábyrgt fólk hefur ekki tekið þetta föstum tökum hingað til? Þegar Árni Waag líffræðikennari fjallaði um þetta 1982 brýndi hann það fyrir okkur krökkunum að þetta væri mikilvægt að berjast fyrir, eins og verndun sjávarins og ózonlagsins. Þetta er búið að vera vitað mjög lengi og samt er svona gráðugt kapítalistafífl eins og Bolsonaro látinn gera illt verra, með því að hvetja til skógareyðingar! Þjóðaleiðtogar hefðu átt að koma á alþjóðlegu umhverfisverndarráði sem hefði völd til að skerast í leikinn þegar svona gerist, þegar eitt land veldur hættu fyrir alla jarðarbúa vegna mengunar og spillingar lífríkisins.

 

Þegar kemur að umhverfisvernd er ég algerlega andvígur kapítalismanum. Auk þess ættu indíánarnir að eiga sín verndarsvæði í friði, og sinn lífsstíl.

 

Þetta er ekki auðvelt, en nauðsynlegt að fjalla um þetta og finna lausnir. Strangar reglur um bann við eyðingu á svona frumskógarsvæðum sem eru lungu jarðarinnar ættu að gilda.

 

Ólafur Ragnar er eini Íslendingurinn með völd og áhrif sem er sammála mér um að Ísland hefur áhrif og Íslendingar, eða hegðar sér samkvæmt því. Katrín Jakobsdóttir er þó vonandi viljug til að reyna sitt bezta í þessu efni eins og öðrum.

 

Stundum er ég mjög ánægður með að Vinstri grænir eru í ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 108
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 772
  • Frá upphafi: 130357

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband