22.12.2021 | 10:35
Hvaðan kemur nafnið Grinch?
Ég hef svolítið kynnt mér verk Guðjóns Hreinberg. Kenningin hans um að Grinch hafi upphaflega verið Grínskaði er allrar athygli verð, þótt erlendis sé því haldið fram að Dr. Seuss (rithöfundarnafn, hann var víst ekki ekta doktor) hafi fundið upp nafnið í bók sinni frá 1957.
Mig langar til að skoða orðið Grínskaði ögn betur. Orðsifjafræðilega gæti þetta verið mjög gamalt orð, því hvorki grín né skaði eru orð sem eru fullkomlega þekkt, merkingarfræðilega eða hversu gömul þau eru.
Grín gæti verið komið af ghrei, samkvæmt orðsifjabók Ásgeirs Blöndal, sem er indóevrópskt orð sem merkir að núa, rífa, strjúka, en hefur fengið margar merkingar í mörgu tungumálum.
Skaði er orð sem er ekki jafn augljóst og ætla mætti. Við í nútímanum þekkjum það í merkingunni tjón. Þó var það til forna notað yfir gyðju og tröllskessu, konu Njarðar.
Í þeirri merkingu gæti það merkt hin fallega, eða skylt latínu, scatere, vella fram, samkvæmt orðsifjabók Ásgeirs Blöndal. Hins vegar viðurkenndi orðabókahöfundurinn sig sigraðan, eins og þegar þessi skýring kemur: "Uppruni óviss með öllu".
Bæði forliður og viðliður eru forn orð, og því gæti þetta verið gamalt nafn á jólasveini eins og kemur fram í sumum fræðum Guðjóns Hreinberg.
Jæja, vonandi að sá jólasveinn komi fólki í jólaskap. Ekki veitir af á þessum Covid tímum innilokunar og hörmulegra tíðinda.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 692
- Frá upphafi: 127235
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.