17.12.2021 | 01:16
Minning um konu sem kvaddi of fljótt, 4. desember síðastliðinn.
Jenný Bára barðist áfram í gegnum margskonar erfiðleika, og var ég að frétta að hún sé nýdáin, þann 4. desember síðastliðinn. Hún var Hörpudóttir þessi síðustu ár en Sigurðardóttir lengst af. Hún átti erfiða bernsku og ég kynntist henni í kristilegu starfi, en nóg var um erfiðleika hjá henni þá, en hún lét ekkert á því bera, og var í raun félagslynd og skemmtileg í framkomu, bæði einlæg og áhugasöm um fólk, en langt frá því að eiga til hroka. Seinna komst ég svo að því að sjálfsskaði og annað slíkt var hluti af hennar lífi. Ég hitti hana bara einstaka sinnum á förnum vegi hin seinni ár, en samt er hún mér minnisstæð, því ég fann að mikið var á hana lagt, og hún barðist hetjulegri baráttu við erfiða æsku, fortíðardrauga og fíknivandamál og slíkt.
Einu sinni ræddum við saman um þetta náið og ég hlustaði á hana, en gat lítið gert nema sýna henni skilning. Ég man að hún lýsti allskonar skelfilegum hlutum af yfirvegun.
Ég dáðist að því að hún elskaði drengina sína og vildi hafa þá hjá sér og það var sorglegt að hún hefði viljað eiga auðveldara líf.
Ég þekkti hana aldrei náið, en fann hvernig það börðust í henni allskonar andstæður, fíkn og sjálfsagi, skynsemi og hvatvísi.
Ég þekkti hana nú aldrei vel og samband okkar var aðeins vináttusamband, en hún fann í mér svolítinn vin þegar við hittumst, en skammaði mig líka fyrir að búa til karlrembulög eins og Megas, en ég tók því vel. Hún var nefnilega mjög sterk manneskja þegar allt kemur til alls, því erfiðleikarnir sem hún mætti voru mjög margir.
Það er langt síðan ég hitti hana síðast. Mér finnst mjög leiðinlegt að frétta að hún hafi farið svona snemma.
Við sem þekktum hana höfum misst mikið, jafnvel þótt ekki hafi sambandið við hana verið mikið, því hún var sönn hversdagshetja, góð manneskja yzt sem innst sem reyndi eins og hún gat að hrífast ekki með eyðileggingarstraumnum.
Hún var trúuð og það hjálpaði henni mikið, sannkristin kona. Á meðan ég var mest í kristninni áttum við auðvelt að tala um kristnina, en svo vissi hún að ég fékk meiri áhuga á öðrum trúarbrögðum.
Þegar ég kynntist henni sagðist hún ekki ætla að eignast börn eða verða háð körlum. En sönn var móðurástin hjá henni, og skilnaðurinn tók á hana, það fann ég vel.
Hún náði sér vel á strik aftur eftir þetta, með nýjum manni.
Ég vil minnast hennar með því að rifja upp alla þá góðu kosti sem hún hafði. Hún vissi að ég var svolítið sérvitur, en viðurkenndi mig sem góðan tónlistarmann samt og vissi að þrátt fyrir að ég væri ekki hrifinn af femínisma að ég elskaði ekkert síður hið gagnstæða kyn. Þannig að hún var ekki yfirborðskennd og sá sálina í fólki frekar en yfirborðið. En við vorum bara kunningjar.
Ég trúi því að hún uppskeri á öðrum hnetti allt það góða sem hún á í sér, og fái þar nýjan líkama og góðar viðtökur.
Það er nú stundum þannig að þótt allskonar fræðingar á þessu ágæta landi okkar reyni að hjálpa þá dugar það ekki alltaf til, og margar ástæður eru fyrir því. Þegar ástandið er með skárra móti í þjóðfélaginu ná sér fleiri á strik.
Sérfræðingar þurfa að standa sig betur, svo við missum færri með fíknivanda, sem við elskum alveg jafn mikið og hina.
Blessuð sé minning hennar.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 89
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.