Ahura Mazda og Cernunnos, guð kristninnar og Satan

Á Íslandi koma fáar áhugaverðar bækur út lengur, mestmegnis kvennafjas um ekkert. Fræðimenn eru þó nokkrir undanskildir og þeirra bækur sem geta verið áhugaverðar, alþýðufræðimenn eins og Bergsveinn sem nú er í umræðunni, sem ég hef lengi þekkt, og þeir sem gagnrýna hann og flokka sig ekki sem alþýðufræðimenn. Ég veit að Bergsveinn er gott skáld og rithöfundur, en hvort hann er eins góður fræðimaður er erfiðara að fullyrða. En í nýlegri bók á ensku um galdra er sýnd mynd af guðinum Ahura Mazda, og myndin frekar en textarnir í bókinni vísa á rétta leið til skilnings. Raunar er myndin af stækkuðum og risastórum eyrnalokk úr gulli frá heiðnum tíma Persveldis og Zoroastratrúarinnar.

 

Það merkilega við þessa mynd er að hún sýnir Ahura Mazda umkringdan dýrum,  skeggjaðan með brjóst og í pilsi, haldandi um horn hjartardýra sitthvorumegin, og með kórónu sem minnir á hinn hyrnda guð Cernunnos, sem talin er hafa haft áhrif á þróun Satanshugmyndanna á miðöldum og fram á Upplýsingaöldina. Þarna er sem sagt Ahura Mazda sýndur sem tvíkynjuð vera, eins og Bafómet síðar og kannski Cernunnos á sama tíma, en þann guð mætti nefna Horna á íslenzku, guðinn hyrndi.

 

Það sem er merkilegt við þetta er það að Ahura Mazda hefur verið settur í samjöfnuð við Jahve en Angrya Mainyu í samjöfnuð við Satan.

 

Cernunnos er án efa Vanur, en Vanatrúin hafði gríðarleg áhrif í Evrópu og hefur enn, svo djúpstæð er hún. Samningar eða sáttmálar við Jahve ættu að skoðast í þessu ljósi og misjöfn skynjun á þeim guði.

 

Ég skrifa þennan pistil til að boða frið á milli kristinna og heiðinna manna. Nú er rétti tíminn til þess á þessum tíma fjölmenningar, þegar islam sigrar æ stærri landsvæði og þröngsýni fortíðarinnar ætti að vera að baki og einstrengingstrú.

 

Um þessar niðurstöður mætti skrifa margar bækur og túlka þetta á mjög margvíslegan hátt. En það sem mér virðist augljóst er að Zaraþústratrúin hefur haft áhrif á kristnina og okkar menningarheim, miklu meiri en oft er viðurkennt.

 

Annað mætti einnig segja, að Cernunnos og Bafómet hafa sennilega verið meira dýrkaðir til forna en talið er, og eru enn dýrkaðir, kannski meira en nokkrusinni fyrr, bara undir öðrum nöfnum, eða í dægurmenningunni.

 

Það er vitað að kirkjan reyndi að útrýma trúnni á svona goð eða djöfla öllu heldur, kannski, en það hefur bara ekki tekizt. Andinn sigrar efnið, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 126
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 791
  • Frá upphafi: 127418

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 582
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband