8.12.2021 | 18:18
Fjölveruleikar, fjölheimar, að halda sig við staðreyndir
Víðlesnasti bóluefnaefasemdamaðurinn held ég að sé Geir Ágústsson hér á blogginu en Ómar Geirsson sennilega sá öflugasti sem mótmælir honum. Ómar hrósaði Geir nýlega fyrir að halda sig við staðreyndir, en það er þessi setning, að halda sig við staðreyndir sem mig langar til að leggja útfrá að þessu sinni.
Til að byrja með vil ég vitna í æðri vísindi. Þegar þar er farið að efast um raunveruleikann, staðreyndir og það sem við, venjulegir leikmenn spilum með, þá er fokið í flest skjól, en þannig er þetta nú samt.
Hefur Ómar gert sér grein fyrir því að vísindamenn telja að sá sem fer inní svarthol sé bæði til og ekki til í einu? Það gefur til kynna fjölheima og fjölveruleika. Það eru fleiri rannsóknir og tilraunir á yztu mörkum alheimsins og sköpunarinnar sem gefa það til kynna að venjulegar tvívíðar hugmyndir um rétt og rangt séu úreltar.
Staðreynd er gegnsætt íslenzkt orð. Það merkir það sem hægt er að staðreyna, eða reyna á staðnum, eða öllu heldur, reyna á sjálfum sér, upplifa sjálfur. Staðreynd merkti því upphaflega það sem einhver gat staðfest sjálfur með eigin reynslu. Vindurinn er hvass, reyndi það sjálfur, til dæmis.
Nú er staðreynd frekar í merkingunni eitthvað sem maður á að trúa að sé satt og rétt af því að einhver furðufugl með prófgráður fullyrðir það, eða svonefndur sérfræðingur, sem jafnvel er alveg úti á túni, kynjafræðingur eða eitthvað í sérvitringafræðum sem brosað er að.
Já, staðreynd, vísindaleg staðreynd, sem vísindasamfélagið hefur samþykkt. En vísindasamfélagið í dag er allt annað en vísindasamfélagið fyrir 100 árum. Að vissu leyti er þekking okkar traustari nú en fyrr á öldum, en að öðrum leyti er hún kolrangari, vegna þrýstihópa sem eiga meira skylt við valdaelítur einræðisríkjanna til forna en hlutlausa þekkingarleit.
Það er voðalega þægilegt að halda sig við það sem RÚV segir.
Sem dæmi um ástandið í menningarmálum á Íslandi vil ég benda á kommúnistana sem stjórna í Eymundsson og sennilega fleiri bókaverzlunum á Íslandi. Ef maður reynir þar að panta bækur sem lýsa ekki einhliða heimssýn kommúnistans getur maður fengið þau svör að bókin "innihaldi samsæriskenningar" og ekki sé hægt að panta hana frá Eymundsson. Þannig var ástandið ekki áður en Trump komst til valda, jafnvel þótt kommar hafi stjórnað menningarlífinu á Íslandi í áratugi, því miður. Gerræði þeirra er bara að verða meira áberandi, því Trump ógnaði þeirra einföldu heimssýn.
Ég held að það ætti að fagna því að til séu fáeinir einstaklingar á okkar landi sem hafa áhuga á að fræða sig um fleira en einhliða áróður valdaelítunnar boðar. Hvert eru háskólarnir komnir ef víðsýni er ekki lengur í boði heldur forræðishyggja? Þessi umræða er mjög þörf, að koma háskólunum af þessari kommúnísku braut og viðurkenna að allskonar skoðanir eiga rétt á sér. Lilja Alfreðsdóttir hafði engan áhuga á þessu, enda því miður inní sinni bernsku skel einfaldrar upplýsingar frá skólakerfinu og innrætingar.
Staðreyndir má til dæmis flokka á þennan hátt, sem er ófullkominn, en skárri en enginn:
A) Opinberar vísindalegar staðreyndir.
B) Óopinberar vísindalegar staðreyndir, sem eru á fárra vitorði en samt staðreyndir.
C) Það sem nefnt er staðreyndir en er í raun bara pólitískur áróður yfirvöldum í hag.
D) Það sem nefnt er staðreyndir en er í raun bara pólitískur áróður en yfirvöldum ekki í hag.
E) Dulfræði sem nefnt er staðreyndir.
F) Dulfræði sem ekki er viðurkennd sem staðreyndir, en byggir þó á dýpri og sannari veruleika en viðurkennd vísindi.
Það felast margar þversagnir í okkar nútíma. Stórkostlegar framfarir verða í ýmsum greinum og þar eru þeir menntuðustu að átta sig á því að til eru fjölheimar og fjölveruleikar.
Á sama tíma er almenningi þröngvað í sífellt þröngari box, með meiri pólitískri "réttsýni", minna persónulegu frelsi, minna skoðanafrelsi, osfv. Stalínismi er gott orð yfir það fyrirbæri. Við höfum aðgengi að upplýsingunum, en hræðslan við upplýsingar sem vagga bátnum er mikil.
Ég byrjaði pistilinn á kófsmálum og enda hann þar.
Deilur Geirs og Ómars fjalla oft um eitthvað tengt Covid-19 faraldrinum.
Eru það staðreyndir sem haldið er fram í RÚV eða það sem útvaldir og viðurkenndir fræðimenn segja um það efni?
Eru það ekki frekar "viðurkenndar staðreyndir", þar sem líka fræðimenn eru ósammála um margt þessu tengt?
Ég er mjög tortrygginn á það sem kallað er staðreyndir. Stundum hefur sá merkimiði reynzt rangur í sögulegu samhengi.
Samt virði ég Ómar Geirsson, því hann er gríðarlega fylginn sér og sannfærandi þegar hann er í virkilegum ham. En hann er líka því miður með of hefðbundnar skoðanir til að ég geti verið sammála öllu sem hann kemur með.
Það var mjög gott að Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna. Arfleifð hans ætti að vera aukin víðsýni en ekki meiri skoðanakúgun. Af hverju þarf alltaf að koma bakslag í menninguna þegar eitthvað slíkt áhugavert gerist eins og að samsærisáhugamaður verður valdamesti maður heims?
Enn segi ég það, eins og vísindamenn sönnuðu það að jörðin er ekki flöt, að jörðin er ekki miðpunktur alheimsins, að sólhverfi okkar er ekki miðpunktur alheimsins, þannig munu vísindin sanna það endanlega að fjölheimar eru til og staðreyndir eru margskonar og vísa í margar þverstæðar áttir.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 8
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 511
- Frá upphafi: 132083
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágætis pistill Ingólfur, og greining á orðinu staðreynd. Svo er spurning hvort þetta verði ritrýnt og hljóti náð fyrir akademíunni, -jafnvel sett í súlurit.
Magnús Sigurðsson, 8.12.2021 kl. 18:52
Þar sem ég er náttúrluegur furðufugl, spyr ég; Hvar er sönnunin fyrir stjarneðlisvúdúinu sem nefnt var í síðustu efnisgrein?
Snilldar pistill.
Guðjón E. Hreinberg, 8.12.2021 kl. 22:29
Takk fyrir góðar athugasemdir. Innan akademíunnar eru sumir sem taka sennilega undir sumt í greininni, en ég hef ekki áhyggjur af því að vera ósammála stórum meirihluta þar, Magnús. Annars er þetta bara grundvallarheimspeki, sem oft fer lítið fyrir þegar menn hampa "staðreyndum", sem eru bara áróðurstæki hvers nútíma fyrir sig.
Guðjón, ef þú ert að velta fyrir þér sönnunum fyrir að jörðin sé ekki flöt, eða fjölheimum, ég safna ekki beint sönnunum? Ég er mikið á MessagetoEagle vefsíðunni, svo á Youtube og hef þaðan mestan hluta spekinnar sem er í þessari grein. Einnig eru hér fjölmörg minni korn úr bókum sem ég hef grúskað í.
Fjölheimakonfektið er svona nýtt uppáhald margra strengjafræðinga og skammtafræðinga. En ég held að þetta sé flokkað í fræðilega eðlisfræði og hagnýta eðlisfræði, og það sem er í fræðilegu eðlisfræðinni sé hægt að kalla vúdúvísindi. En margir taka mark á henni samt.
Það er hrós að fá athugasemdir frá ykkur tveimur. Þið kafið djúpt.
Þetta er í raun frekar almenn speki, en hrósið gleður mig. Mér finnst það pirrandi þegar menn hampa opinberum fræðum og telja ekkert annað eigi rétt á sér eins og vinur okkar og kunningi Ómar gerir svo mikið.
Það er verst að þetta eru ekki nógu víðlesnir pistlar hjá mér til að hafa mikil áhrif. Takk enn fyrir hrósið.
Ingólfur Sigurðsson, 9.12.2021 kl. 16:15
Ég held að jörðin sé hvorki flöt né hnöttótt. Held að hún sé lifandi fyrirbæri sem vaxi í réttu hlutfalli við fólksfjölgun og ég veit fyrir víst að hún getur hreinsað sig af allri okkar mengun - en að lögun hennar hafi meira að gera við óvitund okkar. Ég held einnig að Mannverur og Manneskjur viti ekkert um það hvað er ofan við 100 km hæðarlínu, utan að við sjáum depla á himinum á nóttinni og getum ekki verið án birtunnar frá Gloríu. Ég held ennfremur, Ingólfur, að frumspeki okkar hér hafi mun meira með Fjölheima-veruleikann að gera heldur en "einhver furðufugl með prófgráður." Sjálfur veit ég ekki hvað veruleikinn er, eða "það sem er" og hef rótað upp mikilli mold og skvett upp úr mörgum drullupollum við leitina að svarinu.
Þegar ég ber leitina að "er" samanvið sannleikana í valdhyggjufólkinu, langar mig í öryggisgettó handa okkur þar sem við getum rætt leyndardóminn um fjöregg trölla í friði.
Guðjón E. Hreinberg, 9.12.2021 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.