Það vantar tónlistarþátt á Hringbraut

Sjónvarpsstöðin Hringbraut er ekki ofhlaðin af ömurlegum dagskrárliðum keyptum að utan. Fólkið sem þar vinnur er frekar venjulegt og það er kostur. Þar er allskonar menningarefni, en tónlistarþætti finnst mér vanta á þá ágætu stöðu. Mér datt það í hug að ég gæti verið þar með tónlistarþátt vikulega, eða jafnvel daglega og spilað nýtt lag í hvert skipti, ég þyrfti bara að gramsa í spólusafninu. En þetta segi ég til að láta fólk vita af því hversu vantnýtt auðlind ég er í tónlistarbransanum. Ég hef samið mikið af lögum, en 99% af þeim liggja ónotuð. Nei, ég myndi ekki nenna því raunar, en væri til í að gefa eitt lag á dag fyrir aðra til að flytja, því nóg á ég af efninu.

 

Í fullri alvöru væri hægt að búa til miklu betri sjónvarpsþætti um tónlist heldur en gert er. Vinur minn eða kunningi, hann Jón Ólafsson, hinn góði, hjá hverjum ég var í kór Menntaskólans í Kópavogi og kynntist honum þar, hefur verið með marga mjög góða tónlistarþætti á RÚV í gegnum tíðina, en mér finnst hann orðinn staðnaður, því hann er alltaf með sömu tónlistarmennina. Ég hef ekki verið þar á skjánum hjá honum því ég er of smátt korn til að festast í síunni hans, með þetta eina lag sem náði sæmilegum vinsældum, en enga opinbera útgáfu eða umba eða aðra aðstoðarmenn til að efla vinsældirnar.

 

En stefna hans og annarra er ekki sniðug. Það verður að virkja það tónlistarfólk sem er lítið þekkt. Þar eru gullkornin innanum en ekki klisjurnar sem allir þekkja.

 

Ég hef alltaf viljað að lærðir hljóðfæraleikarar myndu spila undir lögin mín og jafnvel að ég þyrfti ekki að syngja þau, en fyrst þarf ég að koma þessu á netið, frítt eða ekki.

 

En ég hef vissulega verið að yrkja um fleira en ástina, ég hef takmarkaðan áhuga á froðupoppi, nema þegar ég er sérstaklega ástfanginn. Svo þegar kemur að útgáfum finnst mér slíkir textar of kjánalegir.

 

Pólitísk rétthugsun, eða fjölmenningarfasismi öðru nafni, hefur eyðilagt tónlistina síðastliðin 30 ár eða svo, því það eina sem verður vinsælt minnir á listina í Sovétríkjunum þegar Stalín var uppá sitt bezta og aðeins mátti syngja lofsöngva um hann.

 

Progrokkið var hátindurinn, þjóðlagatónlistin, rokkið, blúsinn og synfóníurnar á sínum tíma.

 

Það má kalla það afmennskun að Miðflokkurinn minnkaði fyrir síðustu kosningar. Það má kalla það afmennskun þegar það fólk fær minna vægi sem gagnrýnir jafnaðarfasisma nútímans. Eða kannski sönnun þess að sprauturnar virki eins og ætlazt var til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 518
  • Frá upphafi: 132090

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband