2.12.2021 | 16:03
Áður fór Róm þessa leið.
ljóð: 2.október 2017.
Myrkur hellist yfir byggðir.
Leið honum vel, eða henni
í þessum hræsnuga leik?
Oflof yfir skellur, fellur...
dynjandi, drynjandi, stynjandi fellin.
Þá verður okkur sama.
Aðrir koma yfir.
Áður fór Róm þessa leið.
Ekki í gegnum hitt kynið vildu þær lifa,
ekki lengur...
og Róm var ekki byggð á einum degi
frekar en venjulega.
Getum við sogaðzt inní svelginn
eins og aðrir?
Ég hlusta á bardagagnýinn,
bráðum stendur mér á sama
því kastalinn tapast eins og annar,
draumar og vonir fortíðarinnar
allt saman troðið undir fótum
í drullunni.
Ef hún hefur tíma og er ekki orðin of gömul
mun hún reyna
annars verður allt við það sama.
Skýringar. Ég bjó til lýsingarorðið hræsnugur, sem merkir að hrósa of mikið. Hræsinn merkir sá sem hrósar, og er hræsni dregið af því orði upphaflega.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 35
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 610
- Frá upphafi: 132941
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 445
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.