1.12.2021 | 18:03
Guð er góður, kristinn söngtexti eftir mig
Í tilefni jólanna er hér kristinn söngtexti sem hefði átt að birtast á plötunni "Ég er laus undan losta og synd" sem kom út 2010, en var eitt af mörgum afgangslögum. Þetta er samið 13. marz 1999, eins og mörg önnur kristileg lög og ljóð eftir mig. Þá var ég á kristilegu skeiði, eins og Dylan. Á sama tíma kom ég frá mér nýölskum lögum sem urðu vinsæl, enda fannst mér þetta tvennt fara vel saman, sem það gerir.
Viðlag:
C/G Am/G G
Guð er góður,
C/G Am/G G
gæðasjóður.
C/G Am/G G
Ef virðistu vegamóður,
F G
varla þar tjóður.
Gbm7 Am
Myrkur sækir mér að,
E G
muntu guð oss vægja?
E G
Líka veðrin lægja?
G
Angurværa tófa og tægja
C
talaðu við mig í dag.
(Viðlag):
Efinn æðir nær,
ef þú gefur höggstað.
Vissulega víst er það.
Ertu að brjóta blað,
bleyða svona vær?
(Viðlag):
Oft mig angrið skar,
eftir raunir slíkar.
Vargur vélun flíkar.
Hórur hefðarríkar,
hún eitt slíkt mér bar.
(Viðlag):
Sannfærður vil ég vera,
víkja af syndabrautum,
og þungum mannsins þrautum,
hafna hatursnautum,
á heljarbandið skera.
(Viðlag):
Taktu trúarskref,
tíminn ekki bíður,
áfram aðeins líður,
skuggum framhjá skríður,
skrattar segja:"Ef..."
(Viðlag):
Fæ ég friðinn þinn
faðir ef ég játa,
og vil af geði gráta,
af löstum öllum láta
og líka komast inn?
(Viðlag):
Þarf maður að útskýra þessar líkingar og þetta ljóðmál? Kannski. Komast inn í himnaríki, að sjálfsögðu, er þarna átt við seinast. Svo er í þessu kaþólskur tónn, í sjötta og síðasta versinu, skriftarstóllinn kaþólski og allt það.
Þriðja erindið er sérlega áhugavert til túlkunar. Ég man ekki lengur hvaða innblástur ég fékk eða hver upphafleg merking var, en get reynt að túlka það svona löngu seinna eins og þetta sé eftir annað skáld.
Hvaða raunir? "Raunir slíkar?" Það er ekki útskýrt. "Vargur vélun flíkar"? Á skáldið við sig eða aðra? Hvort tveggja? "Hórur hefðarríkar?" Alþjóðahyggjuhórur, andlegar eða líkamlegar? Merkingin getur verið andleg, sá sem heldur sig ekki við rétta trú og réttan boðskap. "Hún eitt slíkt mér bar." Laungetið barn eftir samhenginu að dæma. Allt hefur þetta á sér fornan blæ og gæti verið frá fyrri öldum, eða nýlegt.
Í fyrsta erindinu er nokkuð sem ég vil aðeins fjalla um betur einnig. Þar kemur fyrir orðalagið "Angurvæfa tófa og tægja". Tægja merkir taug eða tágakarfa og því hlýtur merkingin að vera sértæk og ekki endilega sé vísað í fylgikonu. Það er samt mögulegt, því í skáldskap eru orð notuð á annan hátt en í daglegu máli eða óbundnu, rituðu. Tófa er refur, kvenrefur eða almennt lastyrði um konu. Af samhenginu að dæma kann sú að vera merkingin.
Þegar öll erindin eru skoðuð í samhengi fjallar kvæðið um tilfinningar til konu ekki síður en til guðs, eins og næstum öll kvæði Bob Dylans hafa verið túlkuð. Skáldið yrkir til barnsmóður sinnar sem er fjarstödd og hefur við hana lítið samband, en þráir að auka það samband, sennilega.
Í viðlaginu kemur fyrir setningin "Varla þar tjóður", og er hún merkileg. Tjóður er band sem skepna er bundin með við staur eða híbýli, tjóðurband er sennilega þekktara orð sömu merkingar. Þarna er skáldið að mótmæla því að guð kristninnar vilji tyfta manninn, minnka frelsið, þótt andstæðingar kristninnar haldi því fram.
En í orðinu "varla" kemur samt fram efinn, ljóðmælandinn er ekki fullkomlega viss, en hallar sér þó að trúnni einlæglega.
Ef ég endurútgef þennan disk og þá helzt í hljómplötuformi kemur þetta lag sterklega til greina, ef ég vel lög sem urðu afgangs á sínum tíma í stað einhverra sem þarna eru inni. Of mikið er þar um blúsa, sennilega, og löng lög.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 32
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 607
- Frá upphafi: 132938
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 442
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.