26.11.2021 | 04:24
Sjálfstæðisbarátta nauðsynleg, gegn ESB og fleiri valdaöflum
Að þessu sinni er fátt fréttnæmara en upplýsandi pistill Björns Bjarnasonar um Evrópumál. Eru þar nokkrar setningar sem vekja manni ugg um hverskonar ofríkisbandalag ESB er að verða.
Hér eru nokkur kjarnrík atriði sem hreyfa við manni:
Stefnt er að því að neitunarvald einstakra ríkja verði afnumið.
Að ESB þingmenn verði óbundnir af landamærum, kosnir af sérstökum listum.
Að utanríkisráðherrar ESB landa geti tekið ákvarðanir um utanríkismál þvert á landamæri.
ESB muni eignast eiginlegan utanríkisráðherra.
Stefna skuli að evrópsku sambandsríki með breytingum á sáttmála ESB.
Þetta þýðir í raunheimum að sú martraðakennda sýn verður að veruleika sem margir hafa varað við, að yfirstjórnin að ofan ræður öllu, ekki einstök ríki. Þar með rætast orð Péturs á Útvarpi Sögu að reynt er að leggja þjóðríkin niður. Það er auðvitað brot á stjórnarskrám og sjálfstæðisyfirlýsingum og frelsisviðleitni mannkynsins undanfarnar aldir og alþjóðaglæpur.
Tökum eftir að þetta gerist þegar þrengir að, þegar hugmyndin um alþjóðahyggjuna er á undanhaldi og þjóðernishyggjuframboð og flokkar breyta jafnaðarhugsjóninni og slíkum flokkum.
Ekkert dýr er eins hættulegt og það dýr sem er króað af og upplifir áhættu. Sú skepna sem nefnd er fjölmenning er þar engin undantekning og þau sem halda dauðahaldi í hana.
Það er alþekkt að alræðisþjóðfélög ganga í gegnum nokkra fasa, fasisminn gengur í gegnum nokkur stig. Fyrst er framsetning hugsjóna, svo er skipulag byltingarleiðtoga, í þriðja lagi bylting, í fjórða lagi góðæri og valdatími, í fimmta lagi þjóðernishreinsanir og drápfýsn, í sjötta lagi stöðnun og afneitun, í sjöunda lagi gríðarleg hnignun og loks í áttunda lagi hrun og upplausn skipulagsins, og eitthvað annað tekur við, eða eitthvað svipað. Þetta þekkist úr Sovétríkjunum, en nú er Evrópusambandið að þróast lengra í fasísku áttina greinilega.
Það sem einkennir þessar samsteypustjórnir er að allir eða flestir vinna saman og gegn þjóðernissinnum. Það sýnir einnig að þar er styrkurinn og lífið, í þjóðernishyggjunni, þar er samheldnin, kærleikurinn í raun, þótt þau öfl hafi verið barin niður áratugum saman og misgáfuleg alþjóðalög sett til að banna allt slíkt.
Ef svo fer fram sem horfir verður MammaMerkel hátíð miðað við jafnaðarfasistana sem taka við.
En niðurstaðan verður aðeins ein: Erfiðleikar fyrir Evrópu og áframhaldandi niðurlæging á öllum sviðum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 30
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 605
- Frá upphafi: 132936
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert orð.
Guðjón E. Hreinberg, 26.11.2021 kl. 16:53
Erum við ekki hættuleg afþví að sífellt þrengist hringurinn sem sækir að okkur? "Við" ætlum ekki að láta þá komast upp með neitt.
Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2021 kl. 02:56
Ertu nú farin að taka mark á kommunum Helga? Hverjum ætti þessi friðsama smáþjóð að vera hættuleg, Helga, nema okkur sjálfum vegna óttans við að vera við sjálf og hafa sjálfstraust? Við getum engri þjóð gert nokkurn skapaðan hlut, nema kannski Færeyingum, sem eru fámennari en við!
Íslendingar eru sjálfum sér verstir. Ef þú segir að "við" séum fólkið sem kaus Íslenzku þjóðfylkinguna veiztu að því fólki fer óðum fækkandi. Varla nokkur hræða eftir.
Nei Helga, ég hef nú lesið frá þér kommentin og veit að þú ert að grínast.
Ef unga fólkið um tvítugt hefði mestan áhuga á að kjósa þjóðernisflokka værir þú að segja satt, en þú veizt sjálf hvernig stjórnmálaástandið er, það eru vinstriflokkarnir sem fengu góða kosningu síðast og miðjuflokkarnir.
Ingólfur Sigurðsson, 27.11.2021 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.