Sanyo GXL-7015UM, hljómtækjastæða framleidd af Crown fyrir Sanyo fyrirtækið

Ég er áhugamaður um gömul hljómtæki og hef gaman af að gera við gömul tæki. Í dag fann ég Sanyo GXL 7015UM stæðu í Góða hirðinum á mjög hagstæðu verði og keypti hana til að gera við.

 

Crown fyrirtækið framleiddi tæki fyrir önnur fyrirtæki um langt árabil, vegna þess að þau seldust betur undir öðrum merkjum, því Crown merkið þótti tákna lítil gæði. Ég er ekki sammála því raunar.

 

Ég skoðaði segulbandstækið áður en ég keypti það, og þar sannfærðist ég um að þetta tæki merkt Sanyo væri í raun framleitt af Crown. Ég þarf ekki nema að sjá fáein atriði til að láta sannfærast um þetta.

 

Öll segulbandstæki frá Crown frá 1975 til 1980 voru með sömu vélhluti, eða mjög svipaða. Hafi maður langa reynslu af því að laga svona tæki þekkir maður þau samstundis þótt þau séu merkt öðrum fyrirtækjum. Snertipinninn sem gengur upp í gúmmídrifhjólið er af sérstakri gerð, og auk þess ýmis önnur stykki í tækinu.

 

Annars er þetta merkilegt tæki, hljómurinn er mitt á milli Crown tækis og Sanyo tækis. Talsvert miklar viðgerðir á því á ég eftir að klára, en ég tel að það séu allgóðar líkur á að ég geti lagað þetta tæki, vonandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 72
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 129871

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 576
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband