Helgi Seljan, Landsréttur og RÚV

Lesi maður þessa frétt þá kemst maður að því að ekki bara konur geta kvartað undan dómstólum og að tapa þegar deilur kynjanna fara fyrir dóm.

 

Það hlýtur að vera erfitt að vera Helgi Seljan og femínískur aktvivisti, og skapa sér óvinsældir stórra hópa. Ætli það sama gegni ekki um að vera Sóley Tómasdóttir, Öfgakvendin, eða aðhyllast grimmdarfemínismann almennt?

 

Áhugamenn um þessi vandræði finna hér eitthvað til að kjammsa á.

 

Það er ótrúlegt hversu lengi öfgafemínisminn hefur ríkt. Árið 1997 samdi ég lagið "Jafnréttið er eina svarið", þar sem orðið "jafnaðarfasismi" kemur fyrst fram, held ég hjá mér. Þannig að í meira en 20 ár hefur fólk haft tilfinningu fyrir því að jafnréttið sé komið útí öfgar, hjá kynjafræðingum.

 

Nú eru komnir brestir í sannfæringuna og sannfæringarkraftinn. Á sama tíma og jafnaðaröfgarnar aukast verður gagnrýnin háværari gegn kynjafræðinni. Ekki aðeins karlrembusvín hljóma klikkuð, ekki síður kvenrembusýr.

 

Síðasti Kveiksþáttur var hið bezta skemmtiefni, á við góðan Spaugstofuþátt, þar sem aðeins Sóley Tómasdóttir var mjög fyndin, en aðrir farnir að draga í land og hljómuðu nokkuð eðlilega, þrátt fyrir allt.

 

Ég gat sálgreint hana á svipstundu. Hún hefur átt góðan pabba sem aldrei var ósammála henni og aldrei veitti henni föðurlegan aga.

 

Einu sinni ólust næstum allir karlmenn upp í feðraveldinu. Þeir áttu góðar mæður sem kenndu þeim að vera góð karlrembusvín og það væri þeirra skylda að kúga konur og komast áfram í lífinu.

 

Nú er öldin önnur og næstum allar konur allast upp í mæðraveldinu þar sem þeim er kennt að hata og kúga karla, og að þær eigi að vera góðar, litlar kvenrembugyltur, en að lenda annars í stóra, vonda úlfinum, sem er gamla feðraveldið í ýmsum myndum og á sér enn marga fylgjendur, mest þó í leyni.

 

Já, við mennirnir erum eins og litlir strumpar, alltaf jafn fyndnir.

 

En í sambandi við fréttina sem hér um ræðir, ætli svona meiðyrðamál kenni flestum að hætta svívirðingum í athugasemdakerfum og víðar? Ekki sízt þarf að kenna "góða fólkinu" aðeins betri hegðun í þeim efnum. Sennilega öllum, eða flestum.


mbl.is Sex ára meiðyrðamál í Landsrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 109
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 793
  • Frá upphafi: 129908

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband