Að læra af Jónasi Hallgrímssyni

Burtséð frá allskonar deilumálum hef ég á tilfinningunni að raunveruleg þekking eða menntun sé ekki að aukast heldur minnka. Um leið og menntunin hefur færzt á Alnetið má segja að stöðlun hafi aukizt, því flestir sækja í sömu fræðslusíðurnar, Wikipediu og vinsælar eða viðurkenndar meginsíður. Það er langt frá því að búið sé að skanna allar bækur sem til eru, eða að nema lítill hluti af því efni sé aðgengilegur.

 

Ungt fólk sem ég kannast við eða þekki er ekki eins og margt fólk sem var sérviturt hér einu sinni, og hafði viðað að sér miklum bókasöfnum. Það getur verið kostur að vera sérvitur.

 

Það er ekki bara íslenzkan sem er í hættu heldur mennskan eins og hún leggur sig. Dystópískar skáldsögur geta alveg eins orðið að veruleika.

 

Íslendingar ættu að sýna sjálfstæði, og ráðherrar að hafa dýpri skilning á vandamálum sem þeir kljást við. Maður er þó auðvitað ánægður með það sem vel er gert.

 

Hnignun samfélagsins er ekki hraðari en svo að eyðileggingaröflin ná ekki nema á talsvert löngum tíma að valda stórskaða.

 

Samt væri það tiltölulega auðvelt að hefja stórsókn til úrbóta. Skilgreina hvað maður eins og Jónas Hallgrímsson stóð fyrir og fylgja þeirri forskrift. Það er ágætt að tigna hann sem persónu, en enn betra að læra af honum.

 

Dagur Jónasar var haldinn nýlega. Það er ekkert flókið að tileinka sér endurreisnarstarf hans, ef vilji er fyrir hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 109
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 793
  • Frá upphafi: 129908

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband