Fjölgar mismælum og villum þegar fréttir um bólusetningar eru?

Nokkrar villur urðu í málfari sérstaklega á Stöð 2 í einum nýlegum fréttatíma, sérstaklega eftir að talað var um hve margir mættu í þriðju bústbólusetningu í Laugardalshöll. Kannski ekki tilviljun, ef það er rétt að fólk verði sljórra af þessum sprautum.

 

"Hún er ekki að gera bæði", hvort tveggja hefði verið betra.

 

"Að fólk geti sótt réttar síns" var sagt (réttar þíns), en þar er verið að slá saman leitað réttar síns og sótt sinn rétt.

 

Svo kom þessi setning:"Laugardalshöllin komið í gagnið," væntanlega mismæli, því "komin í gagnið" er almennt mál, og kannski fylgdi einhver streita þessum fréttaflutningi af bólusetningum sem hafa verið gagnrýndar eða einhver annarleg andleg áhrif hafi þarna verið á ferðinni.

 

"Tölurnar færast hærra", en réttara er "tölurnar hækka" eða "færast ofar".

 

Svo kom setningin:"Fjögurra vikna prócess", í staðinn fyrir "fjögurra vikna ferli", óþarfi að nota slangur hér í svo almennri setningu.

 

Enn kom setning með slanguryrðum:"Það er plan núna", skelfilega mikið um slangur þarna á stuttum tíma, "áætlun núna" er sjálfsagt að nota.

 

Oftast er maður ánægður með metnað og gott málfar í sjónvarpinu og blöðunum. Því miður er nauðsynlegt að benda stundum á svona villur, til að brýna alla til að gera betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband