Að þjálfa sig til að verða vinstrimaður og jafnaðarmaður

Mér finnst sem ég ætti að geta þjálfað mig í því að verða vinstrisinnaðri en ég er. Ég gæti alveg orðið ágætur vinstrimaður og jafnaðarmaður. Það er bara eitt atriði sem ég stranda á, það er þjóðrækni mín og þjóðerniskennd. Svo er það afstaðan til kvenréttinda og femínisma, mannúðar og mannréttinda.

 

Ég er sammála um loftslagsvána, og er þannig ekki sammála mörgum hér á blogginu með það.

 

Í laginu "Engar umbúðir" eftir mig frá 1984 eru þessar línur:

 

"Já ætíð dýrka gyðju þessa eina

þá aldrei mun þig kvelja nokkur él".

 

Þessi gyðja er Jörðin, móðir Þórs. Hún hefur mörg heiti í heiðnum trúarbrögðum.

 

Ef mér tekst að sannfæra mig um þessa mæðradýrkun aftur get ég trúað öllu sem vinstrimenn og jafnaðarmenn segja eins og nýju neti.

 

Fyrir mér vakir að ég vil ná vinsældum sem tónlistarmaður. Ég vil verða eins og Bubbi Morthens, og það tekst mér ekki nema ég verði vinstrisinnaður almennilega.

 

Að selja sál sína Djöflinum er kannski allt í lagi fyrst næstum allir gera það. Auk þess hefur maður engar sannanir fyrir þessu sem manni var kennt í æsku. Það eru bara orð og fullyrðingar sem standast kannski ekki, og eru kannski ekki sannleikur.

 

Maður á ekki að nota rökhyggjuna þegar maður ræðir samfélagsmál eins og femínisma. Maður á að hlýða og trúa í blindni. Annars verður maður útskúfaður. Allir hafa eitthvað á samvizkunni og geta bætt hegðun sína, og það er annað í þessu.

 

Mér er sama um hvaða keisarar eru naktir og hverjir ekki eða hvað er rétt og satt eða rangt eða ekki. Það sem máli skiptir er að þroskast félagslega, og að samlagast fjöldanum, vera ekki alltaf einfari.

 

Nú þegar maður veit að maður verður að selja sál sína Djöflinum fer maður kannski eitthvað að gera í því í alvöru. Maður hefur allt að vinna og engu að tapa, því heimurinn er tapaður fyrir löngu, það er ljóst.

 

Það er enginn sem getur sannfært þig nema þú sjálfur. Hafir þú hvorki sjálfsbjargarviðleitni né dómgreind verður þér hvorki bjargað né hjálpað. Þú getur hlustað og upplifað, en þitt er að taka afstöðu, ákvörðun.

 

Mín afsökun er að ég var aldrei lengi í leikskóla. Mér leiddist þegar ég var settur í leikskóla 5 ára svo amma tók mig úr honum aftur. En getur maður þroskast félagslega svona löngu seinna? Maður getur reynt, að minnsta kosti.

 

Það er varla neitt nýtt sem ég læri meðal frjálshyggjumanna. Það er þó ánægjulegt að eiga slík samskipti á jafningjagrundvelli þegar maður þekkir um hvað málið snýst og lærði það ungur.

 

Ég dáist að því hvernig jafnaðarmenn stjórna heiminum, og hvernig kommúnistum tókst að snúa öllu sér í vil, eftir fall kommúnismans um 1990.

 

Niðurstaðan er sú að ég held áfram að vinna í mínum fordómum og göllum. Mér finnst rétt að reyna að sýna auðmýkt og finna sína eigin galla.

 

Samt er ég á því að það hafi gildi að fá útrás og tjá sig um allt mögulegt sem er kannski bull og samsæriskenningar. Það er liður í þróun hjá manni, vonandi.

 

Nei, það kemur aldrei nein kreppa aftur og stjórnvöldin gera aldrei nein mistök, neinsstaðar. Það er synd að gagnrýna, nema sjálfan sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 109
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 793
  • Frá upphafi: 129908

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband