Hver er Samael?

Guð okkar þjóðfélags er Samael, eða Satan öðru nafni, eða það má að minnsta kosti færa rök fyrir þeirri skoðun og hún er ekki svo ótrúverðug. Aðrir segja að Bafómet stjórni okkur mönnunum.

 

Nafnið Samael þýðir guð hinna blindu, að því er mér skilst, eða eitur guðs, eða vinstri hönd guðs eða blinda guðs. Mashhit, eitt af Tamúðnöfnum hans þýðir eyðileggjandi.

 

Það er erfitt að vega það og meta hvort örlög allra séu fyrirfram ákveðin eða ekki. Sorglegt er það ef púkar hafa leitt okkur mennina í glötun og ef okkar örlög hefðu getað orðið skárri.

 

Hver og einn verður að halda áfram í samhengi við fortíðina. Sölumennska nútímans er stöðugt að troða sér uppá mann, megranir, lýtalækningar, útlitslæknanir, sálfræðimeðferðir, geðlækningar, trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, tízkusveiflur...

 

Eins og hægt sé að stroka yfir fortíðina á einu augnabliki eða svona býsna fljótt.

 

En það er hægt að lagfæra sálina í pínulitlum skrefum. Það er hægt að lagfæra litlu atriðin í lífinu, hægt og rólega, vera betri við aðra, reyna að gefa meira af sér og svo framvegis.

 

Einn nágranni okkar sem komst yfir nírætt reykti eins og strompur sígarettur, var ekki í sérlega góðu formi og fór varla útúr húsi síðustu áratugina sem hann lifði. Svo deyja ungir íþróttamenn tággrannir, sem aldrei hafa reykt, sem hreyfa sig stöðugt og sem alltaf hafa borðað hollmeti.

 

Síðasta Tinnabókin, "Tinni og pikkarónarnir", lýstir því hvernig ekkert breytist eftir byltingu, hvernig allt fer í sama farið. Nú er höfundur Tinnabókanna talinn mikill rithöfundur á heimsmælikvarða, og André Franquin sömuleiðis.

 

Við skoðum okkar eigin hugmyndir og komumst oft að því að þær eru rangar.

 

Guðinn sem býr til blekkingar og villur, það er góð lýsing á Samael. Það passar vel við nútímann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það sem hann sagði.

Guðjón E. Hreinberg, 12.11.2021 kl. 01:59

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, þú vaktir athygli mína á ýmsu sem ég skrifaði í þessari færslu. Hér er samt nokkru öðru blandað við. Margt snilldarlegt hjá þér.

Ingólfur Sigurðsson, 12.11.2021 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 461
  • Frá upphafi: 132129

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 360
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband