10.11.2021 | 00:58
Unglingar í útlöndum íhaldssamari en foreldrar þeirra. Stórmerkilegt.
Báðar sjónvarpsstöðvarnar gerðu ráðstefnu kvenna í stjórnunarstöðu skil.
Ég hef nú oft áhuga á smáatriðunum í fréttunum og ekki bara heildarmyndinni. Smáatriðin segja manni nefnilega stundum um ný eða gömul trend, eitthvað sem gefur vísbendingar um það sem getur farið að gerast á næstu árum í þessum málum.
Engin gagnrýni á stefnuna kemur fram. Minnir umgjörðin á umgjörð Ólympíuleikanna í Þýzkalandi 1936, til dæmis, í staðinn fyrir yfirburði aría eru yfirburðir kvenna til umræðu.
Jafnréttismál eru kreddufast trúaratriði hjá svona fólki.
Kom fram að Covid-19 hefði breytt því að nú eru talin 136 ár í að fullt jafnvægi náist í heiminum, að jafn margar konur og karlar verði þá komin í stjórnunarstöður í staðinn fyrir 100 ár, sem talin voru í það fyrir faraldurinn.
Í Þriðja Ríkinu voru einnig gerðar svona áætlanir fyrir framtíðina. Á það var stefnt að sameina öll lönd Evrópu í eitt Stórþýzkaland undir forystu foringjans. Þeir sem hönnuðu Evrópusambandið eru taldir hafa notað ýmislegt af þessum fyrirætlunum.
En að setja reglustiku á framtíðina og mennina, það er meira en lítið skrýtið.
Hverjum gat grunað að fleiri konur en karlar myndu læra í Háskólanum í kjölfar Kvennalistans og femínismans? Veruleikinn kemur með aðrar útkomur en stærðfræðilíkön gera ráð fyrir.
Eftir 100 ár verður mannkynið kannski útdautt. Margt bendir til þess. Fáránlegt að gera svona áætlanir um eitthvað markmið sem aldrei er hægt að ná, af ýmsum ástæðum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir var tekin tali af báðum sjónarpsstöðvunum vegna þessa, sem stjórnarformaður Heimsþingsins.
Sáu þau á RÚV um það að klippa svör hennar þannig til að í þeim kom aðeins fram það sem allir vita, endurtekningar.
Á Stöð 2 var þetta mun bitastæðara, þar sem sumt kom fram sem ég vissi ekki áður.
Þar lýsti Hanna Birna því vel að Ísland er í forystu í þessum málum, eins og á RÚV.
Það merkilegasta fannst mér þó að hún sagði að í útlöndum væru ungu kynslóðirnar íhaldssamari en foreldrar þeirra.
Þetta fannst mér stórkostlegt.
Eins og venjulega eru Íslendingar á eftir öðrum þjóðum, og íslenzkir unglingar ekki síður á eftir jafnöldrum sínum í útlöndum.
Þetta segir mér að það bakslag sem sumir tala um í jafnréttisbaráttunni sé ekkert smáræði.
Fyrir 20-30 árum máttu varla heyrast að fólk væri á móti femínistum, því það jaðraði við mannhatur, að því er talið var. Nú er hægt að skoða þetta í meiri fjarlægð og sjá fleiri hliðar.
Kosturinn við netið er þó sá að með því varð gagnrýnin á femínismann opinskárri, um leið og harkan jókst hjá grimmdarfemínistunum að sama skapi.
Þetta bakslag femínismans er ekkert smáræði.
Fólk lætur ekki lengur segja sér fyrir verkum, og sízt ungt fólk í skólum sem hefur alizt upp við þessa þvælu en vill fá aðra valkosti í lífinu, til dæmis þá valkosti sem lífið bauð ömmu og afa uppá, langömmu og langafa og öllum þeim kynslóðum á undan þeim.
Fáum við bækur fyrir þessi jól sem fjalla um ólík viðhorf í þessu máli?
Vaxa upp nýjar kynslóðir Íslendinga sem gera uppreisn gegn uppreisnum?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 48
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 551
- Frá upphafi: 132123
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 443
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.