9.11.2021 | 16:20
Bergmálshellir femínista tapar enn
Jæja, þá er það komið á hreint, Hanna Björg hlaut 16,22% atkvæða, og var því langt frá því að sigra sem formaður KÍ. Ekki er það ljóst hvort málflutningur hennar um öfgafemínísk mál hafi ráðið úrslitum, en ekki hjálpaði hann til sigurs, það er deginum ljósara. Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að hún er umdeild kona, bæði innan Kennarasambandsins og utan þess?
Ætli þetta sé ekki enn ein vísbendingin um að öfgafemínistar séu eitthvað að rangtúlka stöðuna og bergmálshellinn sinn, telja hann stóran, sem er alrangt?
Mjög margir hafa stokkið á þennan öfgafemínistavagn sem voru ekki áður á honum og talið hann sigurstranglegan, talið þetta hinn nýja STÓRASANNLEIKA. Er það ekki eins og með Íslendinga sem þurftu að fá sér fótanuddtæki og eitthvað annað hér í denn, að hafa öll eggin í sömu körfunni?
Hávær minnihluti, femínistar, hafa nú fengið þessa niðurstöðu, að svona öfgar eru ekki vænlegir til vinsælda eða sigurs. Því er spurning hvort fjölmiðlafólk græði á því að fá þetta fólk, femínistana í viðtöl og trúa þeirra boðskap.
Hvernig væri að nokkrir trúgjarnir stökkvi af þessum öfgafemínistavagni og fari að hugsa sinn gang aftur, og hlusta á þá sem hafa gagnrýnt femínismann, fari milliveginn aftur?
Annað sem mér finnst skemmtilegt við þessa kosningu er að sigurvegarinn, Magnús Þór Jónsson, er alnafni manns sem ég þekki vel og held uppá, tónlistarmaðurinn Megas, meistari Megas sjálfur. Það er vonandi að hann komi með nýjan disk eða hljómplötu á þessu ári, eða bók eftir sig.
Magnús Þór Jónsson kjörinn formaður KÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 25
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 781
- Frá upphafi: 125803
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 559
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.