8.11.2021 | 00:10
Frásaga af konu sem sættir sig við ófullkomna menn
Hér er kona sem ekki er upptekin af því að refsa öðrum fyrir það sem henni hefur verið gert, manneskja sem bítur á jaxlinn og heldur áfram eins og sennilega flestir gera að einhverju leyti, hefur fundið aðferð til að vinna á kvíða, áhyggjum og vanlíðan.
Hún hefur bara verið með ofbeldismönnum, að eigin sögn, og samt virðist hún jarðbundnari, rólegri og skynsamari en þær sem eru sprengfullar af kynjafræðináminu.
Þessi manneskja virðist gera sér grein fyrir þeirri grundvallarstaðreynd að lífið er ekki dans á rósum, enda kemur það fram í fyrstu Mósebók að Guð ætlaðist ekki til þess að hér væri dans á rósum.
Það er það sem jafnaðarmenn og aðrir vinstrimenn gera, ætla sér að gera jörðina að Paradís, þykjast geta betur og vita betur en guðir og gyðjur. Samt virðist það regla að slíkar tilraunir enda alltaf með ósköpum, kommúnisminn er eitt slíkt dæmi, eða sósíalisminn.
Þegar Satan freistaði Krists í eyðimörkinni fólst í orðum hans loforð um að maðurinn yrði herra sköpunarverksins en ekki guð, að maðurinn myndi stjórna í umboði Satans, og Kristur sérstakur milligöngumaður á milli. Fólki finnst það ekki lengur rangt heldur rétt í nútímanum, að því er virðist.
Að fyrirgefa þýðir að gefa upp skuld eða eitthvað slíkt, en að afsaka þýðir að gefa upp sök. Burt séð frá því er nauðsynlegt að halda áfram, og leggja það í hendur æðri máttarvalda að sjá um hefndina, eða að átta sig á því að maður sjálfur gerði mistök.
Ég held að uppspretta hamingjunnar felist að miklu leyti í að sætta sig við að fólk er gallað en ekki fullkomið. Það þarf ekki að vera meðvirkni, heldur raunsæi.
Þeir sem eru meðvirkir femínismanum lifa úr tengslum við náttúrulegar reglur um mismunandi valdastöður kynjanna og úr tengslum við boðskap Biblíunnar, fyrstu Mósebók.
Ég hef verið beitt öllum tegundum ofbeldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 22
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 778
- Frá upphafi: 125800
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 557
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlustaði í kvöld á gamalt endurtekið viðtal við Pétur Einarsson flugmálastjóra heitinn,á rás 4# að norðan.Hann kom inn á svo margt sem vefst fyrir fólki um lífið og tilveruna.Ég gat ekki hætt að hlusta þetta var svo sérstakt,einlægt og áreynslulaust (ekkert serstaklega um sambúð) .Gott að nota tímaflakkið og heyra aftur og aftur.
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2021 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.