7.11.2021 | 00:22
Annar tónn með nýjum ráðherra?
Ég ætla ekki að tala um kófið eða Covid-19 að þessu sinni, nema það að mér finnst að Borgarspítalinn og heilbrigðiskerfið eigi að fá aukið fjármagn til að þola heimsfaraldurinn og allt annað sem bjátar á.
Ég ætla að fjalla um það að Áslaug Arna er orðuð við að verða næsti helbrigðisráðherra. Helbrigðisráðherra segi ég og skrifa, því sá tími er liðinn að þetta séu karlkyns ráðherrar sem gera sitt bezta, með reynslu og þekkingu. Nú eru þetta lýðskrumarar.
Áslaug Arna gæti orðið ágætur helbrigðisráðherra og gert enn meiri mistök en fyrirrennari hennar. Ég kann að meta þau orð Svandísar Svavarsdóttur sem hún lét falla nýlega að "hún tæki á sig alla ábyrgð" eða eitthvað slíkt. Það eru orð þroskaðrar manneskju með sál og samvizku.
Rétt er það að ekki var ég sáttur við að Svandís kom því í gegn að fóstureyðingum yrði fjölgað, en hún hefur staðið sig vel í kófinu og unnið vel með sóttvarnaryfirvöldum. Hér hefur mannfall verið með minna móti, og þrátt fyrir að Þríeykið hafi gert mikið í því var það gott hjá henni að treysta sérfræðingum.
Áslaug Arna yrði ágæt í því að setja kapítalismann í fyrsta sæti í embætti sem snýst um mannúðina og að bæta fjárhagsstöðu spítalanna.
Stjórnmál eiga ekki að snúast um æskudýrkun eða útlit. Áslaug Arna hefur sýnt tízkumálum áhuga, og það eru einkenni lýðskrumara, að fara ekki eftir stefnu flokksins síns, heldur tízkumálum, vera eins og lauf í vindi. Jafn ömurlegt er að skipta um flokk rétt eftir kosningar ef um er að ræða stærri flokk en maður er að flýja.
Dæmi um lýðskrumseinkenni á málflutningar hennar er að hafa ætlað að leggja niður Íslenzka mannanafnanefnd, sem Píratar vildu, vera hlynnt fóstureyðingum, sem er dæmigert vinstriflokkamálefni, og margt annað sem vinstriflokkar og miðjuflokkar berjast fyrir.
Spítalinn megi ekki vera fyrirstaða eðlilegs lífs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 39
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 542
- Frá upphafi: 132114
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 436
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.