Varúð!

Hatrið á milli kynjanna er vinsælt núna. Þetta ljóð er frá 9. apríl 1991.

 

Illska ein er kvenna mál

og einnig maður dágóð heimska,

ekkert göfugt eiga þær,

að innan ríkir þrotlaus gleymska.

 

Alveg til hins ýtrasta

allt mitt þel var strengt og þanið.

Fjögur ár; ég fer í rúst,

flogið burt er eina manið.

 

Aðeins bað um orð og svip,

örsmátt bros og kveðju góða.

Taugum þöndum fló hún fúl,

fór á mis við lífs síns gróða.

 

Hverfist þel við atorð eitt,

aldrei vonir rísa að nýju.

Þegar mannsins þrá er heit

þörf er sterkust fyrir hlýju.

 

Ruddaskapur, rýtingar,

rosti þegar ástin kallar.

Finnst þér eins og falli í kör,

fljótt þig kæfi þjóð og hjallar.

 

Kulda þegar kenni ég

kvenna er sem veröld hrynji.

Ekki hrellast hryðjur mjög,

hérna þó ég ýmsum synji.

 

Engar kenndir eiga þær

en eitra þessa vondu jörðu.

Engin kona elskað fær,

ástir sýna þér í hörðu.

 

Inn í skel ég aftur fer,

og ekki tek á móti konum.

Þjaka mig nú þessar helzt,

þær er vöktu upp hauga af vonum.

 

Eiturdjöfull innar smó,

einmitt þegar brostu vonir.

Áfall tauga tekur þrek,

tína menn upp brotin aumir.

 

Djöfull stýrir drósa slekt,

þær drepa alla sanna elsku.

Er ég eins og brunarúst

eftir þeirra löngun upplognu og fölsku.

 

Hvaða púki dró þá dís

frá draumum mínum, sigurs ríki?

Fallast áttum faðma í,

fyllist vatn af barnsins líki.

 

Eyðist hamur, hugur með,

hyggja og vilji allra manna.

Það að elska eiturfrúr

ætti að reyna nú að banna.

 

Varast skaltu víti það

að villast inn í kvenna ríki.

Engu kvenkyns unna skalt,

þá ástar- muntu ei deyja úr -sýki.

 

Oft er lítið andartak

örlaganna þrumuvaldur.

Lítið viðbragð leiðinda;

Loka og Hrungnis furðugaldur.

 

Engu karlkyns unna ber,

einninn djöfull körlum stjórnar.

Hið dauða eitt er allra bezt,

það engum manni í vonzku fórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 132122

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 442
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband