Gréta Thunberg hefur rétt fyrir sér

Sumar skoðanir mínar eru til hægri, aðrar til vinstri. Það er kannski vegna þess að ég er af annarri kynslóð en fólkið sem gekk mér í foreldrastað, amma og afi í móðurættinni. Ég sá hvernig þau voru flokksholl en jafnaldrar mínir ekki. Fáir höfðu raunverulegan áhuga á pólitík í barnaskólanum sem ég gekk í og gagnfræðiskólanum, en nokkrir samt. Ég merkti það á því þegar líffræðikennarinn okkar talaði um umhverfisvernd að nokkrir veittu því athygli, en ég veitti því sennilega mesta athygli og drakk þann boðskap mest í mig.

 

Þar var einn vinstrisinnaður kennari sem hafði mikil áhrif á mig. Þegar ég fór í menntaskóla tók ég eftir því að margir nemendur voru vinstrisinnaðir en ekki síður margir kennarar. Á þeim tíma skipti ég alveg um skoðun og fór að aðhyllast þjóðernishyggju og frjálshyggju, bæði vegna áhrifa frá Sverri Stormsker og fleirum.

 

Ein er sú skoðun sem hefur fylgt mér frá 1982 og 1983 þegar ég gerði mér grein fyrir því á hverju hún byggist, það er umhverfisverndin. Ég á þetta sameiginlegt með Grétu Thunberg að hafa fengið áhuga á þeim málum snemma.

 

Veruleikinn hefur ekki gefið mér tilefni til annars.  Seinna á lífsleiðinni áttaði ég mig á því að mannkynið er að steypa sér í glötun á fleiri en einn veg. Þetta er samt það eina sem valdhafar sættast á, hitt eru allt kenningar sem færri skilja eða trúa á.

 

Samt er það eins og Gréta segir, að flest af því sem er gert er hræsni og yfirklór. Ef þeim sem ráða væri alvara væri eitthvað gert til að fækka fæðingum í fátækustu löndunum þar sem fólksfjölgun er mest, og eitthvað yrði þá gert til að fjölga fæðingum í ríku löndunum þar sem þjóðirnar eru að deyja út. Það er ekki verið að sýna ábyrgð þegar þetta er bara látið fara einhvernveginn.

 

Svo er það með umbúðirnar. Hægt væri að gefa fólki kost á að matast á sameiginlegum stöðum meira, eða búa til sinn mat heima, og hafa allar umbúðir endurnýjanlegar? Fólk gæti komið í verzlanir með glerkrukkur og skálar og sótt sér birgðir þannig, og útrýmt alveg umbúðum, með því að öll ílát kæmu frá heimilunum sjálfum og væru hreinsuð af fólki á heimilunum.

 

Það segir sig sjálft að slík umhyggja fyrir heimilsfólki og matargerð kallar á breytt þjóðfélagsmynstur, að konan verði aftur heimavinnandi, eins og vera ber. Þá þýðir ekki að hengja sig í heimskulegt jafnréttisþvaður, sem gegnir aðeins eyðileggingarhlutverki.

 

Kannski er markaður fyrir bók af þessu tagi eftir mig, af öllu því sem er mér mikilvægt að tjá mig um. Það er aldrei að vita nema fólk myndi kaupa slíka bók í stórum stíl.

 

Katrín forsætisráðherra er líklegt til að hrinda þessum málum í framkvæmd enn frekar og Guðmundur umhverfisráðherra. Það er eitt af því sem þessi ríkisstjórn hefur gert bezt og á alveg skuldlaust og skammarlaust, og er henni mest til hróss. Samt er málið eins og Gréta segir, betur má ef duga skal.


mbl.is Greta segir stjórnmálamenn bara vera að þykjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 41
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 544
  • Frá upphafi: 132116

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband