Katrín hin friðsama, stormur í kringum fyrrverandi formann Eflingar

Ef maður ber saman Katrínu Jakobs forsætisráðherra og Sólveigu Önnu kemur munurinn í ljós. Önnur er mannasættir en hin ekki, ef markverður er stormurinn í kringum hana, þá síðarnefndu. Erfitt er að vita nákvæmlega hver hefur rétt fyrir sér þegar svona deilur koma upp, en íslenzkir málshættir benda á að þar sem svona leiðindi koma upp er sjaldan sá saklaus sem stendur í storminum miðjum, Sólveig Anna í þessu tilfelli. Samt má líkja henni við Stalín og Lenín, þessir menn voru í storminum miðjum líka. Byltingarfólk getur ekki haft alla góða í kringum sig. Samt er byltingin í Eflingu, sem Sólveig Anna hefur talið sig standa fyrir ekki endilega dauð. Þrátt fyrir að menn væru settir af í Sovétríkjunum hélt byltingin áfram. Hún mun ekki gleymast og hefur komið með öflugar áherzlur inní það sem talið var staðnað og steinrunnið. Þá er spurningin, tekur slíkt byltingarfólk við af henni eða fólk sem vill lygnari sjó?

 

En við erum heppin að eiga Katrínu sem forsætisráðherra. Grænar umhverfisáherzlur hennar eru dýrmætar, og hún er dýrmæt manngerð, sem kann að sætta og fallast á ólík sjónarmið og vinna með mörgum. Það er dýrmætur eiginleiki. Ekki get ég samt sætt mig við það siðleysi að vilja fóstureyðingar af hennar hálfu.

Hún er ekki fullkomin, langt frá því, en skárri en engin, og hvort sem um er að ræða konu eða karl, hennar eiginleikar eru vandfundnir, að hafa þetta jafnaðargerð í gegnum stórsjóina. Hún brosir já og glottir, en heldur fleyinu á floti. Svo má deila um aflann og afraksturinn.


mbl.is Vont þegar svona staða kemur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Sólveig Anna yrði trúlega frábær Forsætisráðherra og gæti komið í verk því sem fyrir löngu hefði þurft að gera!

Löngu kominn tími til að "Soffía Frænka" Sópi út öllum  Ræningjunum í Kardimömmubæ, 

"Túnrollunum og Afætum" í boði Skatta Kötu og láti Alþingi fara að vinna vinnuna sína fyrir þjóðina!

Fólkið fyrst svo allt annað! 

Fólkið á Alþingi eru nánast ALLT (Ekki Flokkur Fólksins) í því að stela Ellilaununum án þess að blikka auga.

Verulega Illa Upplýst og sennilega mjög Illa Innrætt Fólk! (eða bara svo Raunveruleikafyrrt!)

Það er Skítkalt á Íslandi, vonandi hækkar hitastigið á næstu árum eitthvað smá.

Ég get ekki beðið eftir því að fá þá hlýnun sem var við landnám til baka.

Varðandi launamun: 

Ef Forstjórinn vill 2 milljónir, verður fyrietækið að hækka alla,

þannig að lægstu laun geti ekki farið undir 500 þúsund!

Kolbeinn Pálsson, 2.11.2021 kl. 19:54

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þær eru báðar vinstrisinnaðar. Hræddur er ég um að Sólveig Anna yrði öfgafyllri sem forsætisráðherra. 

En ég er reyndar sammála þér með það að Flokkur fólksins er hreinni af spillingunni en aðrir flokkar ennþá.

Ég vil gjarnan að þeir fái tækifæri.

Sama stjórnin aftur getur orðið þreytt. Kannski springur hún á kjörtímabilinu. 

Ingólfur Sigurðsson, 3.11.2021 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 16
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 485
  • Frá upphafi: 119099

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 402
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband