Málvitund í frjálsu falli, á það ekki við um flest svið?

Það er í fullu samræmi við hnignandi ástand menningarinnar að sjaldan hef ég tekið eftir lélegra málfari en í kvöldfréttum á Stöð 1 og 2 (Sem líkjast nú æ meir hvor annarri).

 

Vanda Sig lauk máli sínu á að segja "við ætlum að gera bæði". (Elta femínismafasismann og efla fótboltann). (Fyndið ef það væri ekki grátbroslegt).

 

"Við ætlum að gera hvort tveggja" er hins vegar gott íslenzkt mál. "Hvort tveggja" er rétt að nota sjálfstætt en orðið "bæði" hliðstætt.

 

Ég vel að gera bæði það sem er skynsamlegt og heimskulegt, er rétt að segja, en í enda setningar, "hvort tveggja".

 

Tekin voru viðtöl við Hrekkjavökubörn. Orðið Hrekkjavaka er ágætt, en er kristið fólk hrifið af að taka upp heiðna hátíð, því hún er heiðin í grunninn?

 

Einn strákurinn sagði: "Ég á heima hérna - bæ ðu vei". Sem sagt, blandar saman ensku og íslenzku.

 

"Það er gaman af bæði", sagði ein stelpan, en átti að segja:"Það er gaman af hvoru tveggja". Ekki kannski hægt að búast við vönduðu málfari hjá öllum ungum krökkum, en þetta ættu foreldrar að minnsta kosti að vita, og ef foreldrarnir bæta málfar sitt gera börnin það ósjálfrátt líka.

 

"Eiga fleiri atkvæðisrétti" sagði Arna Þorsteinsdóttir sem talaði fyrir Atvinnufélagið.

 

"Eiga meiri atkvæðisrétt" er rétt.

 

Hafa allir gleymt því að ýmis andleg og óteljanleg hugtök eru alltaf í eintölu, eins og réttur, sannleikur, afl, þróttur, og þannig mætti lengi telja? Nei, aðeins sumir hafa gleymt því. Betur má ef duga skal.

 

Vissulega þróast málið, en einungis sum þessara orða fara vel í fleirtölu. Kannski má tala um marga sannleika, en gott er að vita af þessari hefð, til að tala gott mál.

 

Svo kom þessi algenga villa fram hjá öðrum börnum sem rætt var við:

 

"Hafðu góðan dag" eða "eigðu góðan dag." Smekklegast er að segja að "njóta dagsins" eða að "hafðu það gott í dag".

 

Spyrja má sig hvort heilbrigðara ástand ríki í Afganistan en í jafnaðarþjóðfélögunum. Þar fæðast nógu mörg börn þrátt fyrir barnadauða og hungur, þar er þjóðin ekki að deyja út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 131949

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 612
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband