31.10.2021 | 20:55
Kappsmál gott, Kommasilfrið síðra
Bragi Valdimar Baggalútur hefur hækkað sig í áliti hjá mér og er aftur finnst mér virðingarverður sjónvarpsmaður og tónlistarmaður. Kappsmálið var svo gott hjá þeim um helgina að ég gladdist mjög yfir því. Ekki aðeins minntust þau á Nýal og dr. Helga Pjeturss heldur kom fyrir orðið "stjörnusambandsstöð", en "Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?" er eina dægurlagið eftir mig sem íslenzka þjóðin þekkir eitthvað, eða fleiri Íslendingar en annað eftir mig.
Þóra Arnórsdóttir frænka mín tók að sér Kommasilfrið að þessu sinni, og þrátt fyrir hæfileika hennar var það í sorglegum meðalmennskutakti eins og venjulega, eins og umsjónarmenn þess þáttar hafi engan áhuga á öðru en að sanna fyrir hlustendum að þeir séu gjörsamlega vinstramegin í stjórnmálalitrófinu. Femínismi, umhverfisvernd, á þessu er hamrað endalaust í Kommasilfrinu og varla neinu öðru. Vissulega aðhyllist ég umhverfisvernd, en það er ekkert gagn í því að þylja eitthvað sem allir vita að bjargar ekki jörðinni, heldur einungis samvitzkubitinu hjá fólkinu sem telur sér trú um það.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 47
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 131997
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 534
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.