"Að vera einn með þér," eftir Bob Dylan frá 1969, þýðing, túlkun.

Árið 1969 kom út hljómplata með Bob Dylan með eintómum sveitasöngvum, "Nashville Skyline", sem þýðir "Útsýnið (eða sjóndeildarhringurinn) frá Nashville" (Borg sveitasöngvanna). Söng hann þar um ástina og sveitasæluna eingöngu. Fékk platan misjafnar undirtektir þá en þykir í dag sérkennileg og heillandi perla í hans fjölbreytta plötusafni, dæmi um hinn hamingjusama heimilisföður Bob Dylan, trúaða og dyggðuga á allan hátt.

 

Ástæðan fyrir þessum umskiptum mun hafa verið vélhjólaslysið sem hann lenti í árið 1966 að einhverju leyti, og að hann hætti í dópinu og fór að eignast börn með konunni sinni, Söru Dylan. Það gerði hann hamingjusaman.

 

Næsta plata, "New Morning" var að hluta til endurhvarf til beitzkari söngva, árið eftir 1970.

 

Svona er þýðingin:

 

"Að vera einn með þér, bara ég og þú, viltu ekki segja mér satt um það hvort það er ekki einmitt eins og það á að vera? Að halda þétt hvort um annað alla nóttina... það er allt eins og það á að vera þegar ég er einn með þér. Að vera einn með þér þegar deginum lýkur og aðeins þú í augsýn á meðan rökkrið leggst að, það aðeins sýnir og sannar að þótt takmörkuð séu gleðiefnin er það eina sem ég þekki að vera einn með þér. Sagt er að nóttin sé rétti tíminn til að vera með ástinni sinni, að of margt þvælist fyrir að deginum, en alltaf ertu sú sem ég hugsa um. Ég óska að nóttin væri komin, færandi mér alla þína töfra, þegar einungis þú ert nálæg að halda mér í örmum þínum. Alltaf þakka ég Drottni þegar vinnudeginum lýkur, ég fæ mín ljúfu laun þegar ég er einn með þér".

 

Já, í fljótu bragði er ekkert merkilegra við þennan texta en dægurlagatexta almennt. Það fer samt eftir því við hvað er miðað. Ljóðin á þessari plötu Dylans eru ekkert svo frábrugðin því sem Elvis Presley söng eða Tom Jones eða Bítlarnir, en samt eru þetta nokkuð ljóðrænir textar á köflum miðað við það sem þeir sungu, en ekki mikið meira en textar almennt. Síðan hefur gæðum texta hnignað á árunum allt fram til nútímans, býst ég við að margir séu sammála um.

 

Ekkert þarf að útskýra við þennan texta. Enginn fiskur er þarna undir steini, ekkert sagt á dulmáli, heldur allt barnslega einfalt, en heillandi um leið.

 

Þó er áhugavert að hann talar eins og mjög dæmigerður bóndi, eða alþýðumaður, ekki rokkari eða heimsfrægur tónlistarmaður. Hann yrkir eins og trúaður alþýðumaður og það er dálítið ljúft að hlusta á þessa hlið á honum, enda er þetta ein mest selda plata Dylans frá upphafi, ekki að undra, söngurinn líka óvenju góður.

 

Að vissu leyti hefur það þurft kjark hjá heimsfrægum tónlistarmanni af hans tagi að búa til tónlist sem tengd var við hægriöfga og rauðhnakka, red necks, en ekki vinstriöfga og mannréttindabaráttuna, sem hann varð frægur fyrir upp úr 1962.

 

Rauðhnakki er gamalt heiti yfir sveitalubba í Bandaríkjunum, neikvætt, en hefur margvíslega merkingu svo sem.

 

Það tjáði Bob Dylan í viðtölum að hann hafi alizt upp við svona tónlist og alltaf haft mikið dálæti á sveitatónlistarmönnum.

 

Það kom líka í ljós þegar hann gaf út hljómplötur nýlega með lögum sem Frank Sinatra gerði ódauðleg, að hann lítur sízt á sig sem neinn vinstriöfgamann eða mannréttindafrömuð, og hefur greinilega alltaf átt sér þann draum að vera raulari eins og Ragnar Bjarnason, Elvis Presley og fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 71
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 129870

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 575
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband