Bókina "Elítur og valdakerfi á Íslandi" eftir dr. Gunnar Helga Kristinsson hef ég áhuga á að lesa, sem er nýútkomin. Dr. Gunnar Helgi held ég að sé frekar vinstramegin í lífinu eins og svo margir menntamenn, en af þeim viðtölum í RÚV og víðar út af bókinni finnst mér hann samt nokkuð hlutlaus.
Það er auðvitað nokkuð viðurkennt af öllum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa haft mikil völd, en Gunnar Helgi gerir sér talsvert mikinn mat úr því.
Ég er nú þekktur fyrir að koma með aðra sýn á málin oft og vera ekki alltaf sammála. Að þessu sinni langar mig að fjalla um orðið fyrirgreiðslupólitík, þar sem í viðtölunum við dr. Gunnar á RÚV og víðar hef ég heyrt hann nota þetta orð.
Ég er ekki sammála þegar reynt er að koma óorði á þetta hugtak. Nú er það auðvitað rétt að þetta einkenni á þjóðfélagi hefur sínar skuggahliðar, en mér virðist vinstrisinnum mjög í mun að ýkja þær hliðar.
Spilling er mjög tengd þessu hugtaki. En það sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu um þessi mál og þetta "fiftísþjóðfélag", er að daglegt líf fólks á þeim tíma snérist ekki um spillingu.
Ég fékk svolitla innsýn í þetta í gegnum ömmu og afa. Heiður var mikilvægur, og náungakærleikur. Það þótti sjálfsagt að ríkir menn hjálpuðu fátækum en ekki hjálparstofnanir, sem þá voru fátíðari. Þá var það líka algengt að ríkir menn hjálpuðu þeim fátækari.
Það er í raun ósköp eðlilegt í okkar fámenna þjóðfélagi að skyldleiki var nauðsynlegur til að komast áfram í lífinu. En þá var líka algengt að taka ókunnugt fólk inná heimilið sem þurfti húsaskjól.
Þegar afi var að byggja verkstæðið og húsið þurfti hann lán. Þá skilst mér að skyldleikinn við Hannibal Valdimarsson hafi eitthvað verið til bóta þegar kom að því að þurfa lán. Annars vildi alþýðufólk held ég mest standa á eigin fótum á þessum árum, og lánin voru þrautalending þegar ekki annað var mögulegt. Allavega hjá þessari fyrstu kynslóð fyrir sunnan, held ég.
Afi vissi vel af tækifærum sem hann hafði til að þéna meira og komast í hærri stöður, en hann kaus að sleppa slíku. Þau voru bæði svo sannkristinn hann og amma að þau vissu vel hvað Biblían boðaði í þeim efnum, að fégræðgi væri leiðin til glötunar.
Þegar Gunnar Helgi fjallar um þetta er minna talað um þetta siðferði fortíðarinnar og þessa sterku siðferðiskennd sem fólk hafði.
Í dag felst spillingin meira í að snobba fyrir Evrópusambandinu og erlendum öflum. Gamla frændhyglin er enn til staðar, en nánast allt ofurfjármagn kemur að utan, ef ekki allt, eða frá fólki sem hefur líka erlendar tengingar þótt það geri það gott í íslenzkum fyrirtækjum.
Ég verð að segja það eins og er, að íslenzk spilling getur verið góð miðað við spillingu sem ennþá minni möguleikar eru á að ráða við, fyrir venjulegt fólk, í lágstétt eða miðstétt.
Vandinn er líka sá nú til dags að allir vefmiðlar og tímarit eða sjónvarp og útvarp veita takmarkaðar upplýsingar. Bók dr. Gunnars Helga er án efa mjög vönduð, en reynt er að halda því fram að alþjóðavæðingin sé góð, og minna gert úr skuggahliðum nútímans, miðað við það sem komið hefur fram í viðtölum. Svo verður spennandi að lesa bókina.
Í gamla daga var stutt leiðin til þeirra ríku. Í dag eru ríkustu hagsmunaöflin í öðrum löndum og brátt eiga þau Ísland allt, ef svo fer fram sem horfir, því miður. Það má því með sanni segja að fyrirgreiðslupólitíkin þarf ekki að vera versta fyrirbærið sem hent hefur okkar þjóð.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.