26.10.2021 | 05:07
Öll mannanöfn á að beygja, jafnvel þau útlendu. Þannig er íslenzka hefðin.
Í gær tók ég eftir beygingarvillu sem ég hef oft fjallað um áður. Mannsnafn var ekki beygt eins og íslenzkan segir til um. Nú er það spurning hvort sjónvarpskonan hafi gert óviljandi mistök, eða hvort hér séu útlend áhrif, beygingarleysi nafna sem ættu að beygjast?
Hún sagði þessa setningu: "Við ræddum í dag við hann Már Kristjánsson". (Ingunn Lára Kristjánsdóttir sagði þessa setningu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í fréttaþætti stöðvarinnar). Langsamlega flestir Íslendingar hafa þá máltilfinningu að rétt sé að segja:"Við ræddum í dag við hann Má Kristjánsson".
Nú er ekki loku fyrir það skotið að þetta hafi verið mismæli hjá henni, en ef ekki þarf að spyrna við fótum og kenna ungu kynslóðinni að nöfn beygjast, jafnvel útlend nöfn, ef það er á annað borð hægt, eða ítreka þessa hefð ef fólk gleymir henni af einhverjum ástæðum. sum nöfn er erfitt að beygja, en allt slíkt er nauðsynlegt að læra og vel hægt.
Ég hef nefnilega tekið eftir þessu áður, en ekki haft fyrir að skrifa upp villurnar fyrr en nú. Allir vita að innfluttir Íslendingar bera útlend nöfn sem oft er ekki hefð fyrir að beygja. Þess vegna getur komið fram ruglingur, og þessi góða og gilda íslenzka hefð farið að sljóvgast og slævast.
Ég man þá tíð þegar næstum öll útlend mannanöfn voru þýtt uppá íslenzku í barnabókum og fullorðinsbókum, jafnvel nöfn á borgum og bæjum, Lundúnir í stað London, Kænugarður í stað Kiev, Pétursborg er enn nefnd á þannig á íslenzku, ekki Petersburg, og þannig mætti lengi telja.
Þessi beygingarvilla er mjög slæm. Það er hægt að ímynda sér að beygingar í grannmálunum hafi dottið út og dáið með þessum hætti. Hér er nauðsynlegt að hefja málræktarátak og koma þessu í lagi.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekki skárri sjálfur í þessum pistli. Þarna eru nokkrar innsláttarvillur. Koma þessu í lag átti þarna auðvitað að standa síðast. Aukalegt á er þarna líka... Pétursborg er nefnd þannig á íslenzku átti þarna að standa.
Innsláttarvillur eru þannig að maður veit betur. Þær stafa af fljótfærni. Þeir sem ekki vita um sínar villur þurfa að vera minntir á þær.
Ingólfur Sigurðsson, 26.10.2021 kl. 05:16
En rökhugsunin að baki pistlinum stendur óbreytt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.10.2021 kl. 12:44
Akkurat,það er æði algengt að þulir segja t.d. eitthvað efni eftir Jónu Jónsdóttir-þegar rétt er dóttur. En að komast hja ásláttarvillu er nær Ómögulegt. Eg fer/fór alltaf í panik þegar stjarnar birtist á lyklaborðinu,þá vissi ég að spæjararnir eru að lóna og vita hvort ég er að finna að - því sem ekki má nefna því sennilega blikkar aðvörunarljós í hásæti miðilsins....Og ég flýti mér hvað aftekur og stafagerðin þolir ekki þannig spreng svo ég læt það flakka af einskærri baráttu fyrir mínu. Hugsandi um allt sem ekki mátti fyrir 60 ´´arum.
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2021 kl. 01:39
Nei! frekar 75árum.
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2021 kl. 01:40
Hvernig beygirðu Höldur (Bílaleigan)?
Guðjón E. Hreinberg, 27.10.2021 kl. 02:17
Höldur um Höld frá eða Höld(i) til Hölds myndi ég halda. Annars er ég mjög forvitinn að fá nánari skýringar á Guðdómlega sáttmálanum. Útskýringarnar á G-vættunum þremur fannst mér mjög góð, Guðjón.
Ingólfur Sigurðsson, 27.10.2021 kl. 03:18
Takk fyrir það Ingólfur - þú verður bara að slá á þráðinn til mín, ég blogga svo mikið að ég veit oft ekkert hvað ég hef útskýrt eða hvar.
Varðandi Höld, þá kom þessi pæling upp í pottunum nýlega og við vorum þrír miðaldra kverúlantar sem gáfumst upp á beygingunni. Margar tillögur komu fram.
Guðjón E. Hreinberg, 27.10.2021 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.