Stofnanavætt, staðlað uppeldi, kerfisvæðing kommúnísk

Sagt er að nú sé kommúnisminn búinn að smjúga inní öll horn. Ekki sízt í gegnum skólakerfið. Þegar ég var unglingur var pönkið vinsælt. Maður gat verið hræddur við pönkarana á Hlemmi, ég var aðeins of ungur til að vera af þeirra kynslóð, en þeir voru að minnsta kosti tákngervingar frelsis og uppreisnar gegn kerfinu.

 

Síðan gerðist eitthvað. Blandað skólakerfi og sérfræðingar sem skilgreindu allt niður í öreindir sínar. Eitthvað sem ég las bara um í blöðum síðar, sem frjáls einstaklingur og laus við skólakerfið.

 

Það er hægt að skilgreina til bölvunar og ólífis.

 

Svo er það salan á Mílu. Þetta lyktar allt af sama skítaeðlinu og þegar mærð voru mistökin fyrir síðasta bankahrun 2008.

 

Eitt það versta við núverandi skólakerfi er að það ýtir ekki undir sjálfstæða hugsun. Að vera kerfiskerling er versta skammaryrði sem hægt er að hugsa sér, þetta sögðu umdeildir menn á Klaustri um eina frú á þingi, en gæti því miður átt við fleiri en eina þar. Lilja menntamálaráðherra vinnur eftir þekktum ferlum sem hún hefur lært, en vandinn er kannski grunntækari en hún hyggur, og þörf að stokka upp í skólakerfinu og færa það nær því sem það var, þar sem börn voru frjálsari í hegðun og hugsun, ekki dæmd veik á geði út af smáfrávikum eða með hinar og þessar geðraskanir, en fengu samt kristilegt uppeldi á heimilunum.

 

"Traust til lýðræðisins í húfi" er yfirskrift á Þjóðmálaþætti þar sem þrjár fínar frúr ræða saman. Það traust fæst ekki með því að "fullkomna" kosningarkerfið. "Lýðræði" nútímans felst í skoðanakúgun, hugstjórnun og innrætingu, þar sem allt er talið geðveikt, pólitísk ranghugsun, eða eitthvað annað, sem ekki þóknast valdaelítunni.

 

Traust til lýðræðisins verður endurreist með því að fá Flokk fólksins inní ríkisstjórnina, til dæmis, og með því að frjálshyggjan fái aftur að vaxa og dafna, og kommúnisminn komist í skammarkrókinn, þar sem hann á heima og kúgunartilburðir hans lærisveina.

 

Traust til lýðræðisins verður þó helzt endurreist með því að góðir heimspekingar fái að hræra upp í staðnaðri þjóðinni og komast inná RÚV og aðra fjölmiðla, þannig að umræðan verði fólki en ekki þrælum og ambáttum bara sæmandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Frjálshyggjan kemur úr neðra.

Þegar hún fær að vaxa og dafna þá er út um okkur.

Sem vitsmunaveru, sem tegund Homo Sapiens.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2021 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 71
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 129870

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 575
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband