Covid staðan í Rússlandi og Nýja Sjálandi ekki góð

Ég reyni að líta á margar hliðar í Covid-málunum, en það tekst ekki alltaf jafn vel. Ég tek mark á gagnrýni. Ómar Geirsson telur mig orðinn of hlynntan bólusetningar andstæðingum. Það sjónarhorn er spennandi og freistandi, en ég get líka efast um að það sé rétt eins og hann og fleiri. Ekki til að þóknast öðrum heldur reyna að vera vísindalegur, sem hann telur mig ekki hafa verið í síðasta pistli um þetta, skrifa ég nú öðruvísi pistil um þetta.

 

Þær fréttir komu núna um helgina og í vikunni að Bretar eiga enn í erfiðleikum, þrátt fyrir bólusetningar, mikið um smit og dauðsföll. Ég ætla ekki að túlka það frekar, það er bara staðreynd.

 

Þessi frétt hins vegar sannfærir mig svolítið um aðra hlið á þessum málum. Tveir þriðju Nýja-Sjálendinga hafa verið bólusettir og nú gýs upp mesti fjöldi smita frá upphafi hjá þeim.

 

Sömu fréttir koma frá Rússlandi, eða svipaðar. Þar eru tiltölulega fáir bólusettir og gífurlega mikið um smit og dauðsföll.

 

Nú ætla ég ekki að þvæla eigin skoðunum við þetta. Ég ætla að leyfa tveimur öðrum bloggurum að njóta þess að þessar fréttir geta stutt það sem þeir hafa tjáð sig um þetta.

 

Í fyrsta lagi styður þetta málflutning Ómar Geirssonar um að bólusetningar séu helzta lausnin.

 

Í öðru lagi styður þetta það sem Þorsteinn Siglaugsson skrifaði í upphafi faraldursins, að faraldurinn yrði að ganga yfir löndin og taka sinn toll, að lokanir myndu ekki skila árangri.

 

Þetta er einfaldlega ályktun í ljósi þess að bæði Rússland og Nýja Sjáland hafa verið með miklar lokanir. Ályktunin getur verið röng eða rétt.

 

En dauðsföllin og smitin í Bretlandi og víðar þrátt fyrir bólusetningar sýna að þetta er ekki einfalt mál. Ég vona að Ómar Geirsson verði ánægðari með þennan pistil, ég reyni að hafa hann vísindalegri.

 

Niðurstaðan er að allir virðast hafa rétt og rangt fyrir sér að einhverju leyti. Það er hægt að toga þetta og teygja og rökstyðja á margan hátt.


mbl.is Metfjöldi smita í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Eigi ætlaði ég að mæta inní athugasemdarkerfi þessa pistils, var búinn nú þegar að koma inn með athugasemdir við aðra pistla.

Ég er ekki beint mælikvarði hvað er rétt og rangt, skoðanir mínar á lokun landamæra, sem er ekki bein lokun, heldur sú lokun að enginn komist fyrr en hann er örugglega kóvid frír, má ekki setja í stærra samhengi.

Þorsteinn vinur minn hefur alltaf verðið með rökrétta nálgun, að það sé ekki hægt að verjast veirunni, og þá til lengri tíma, best sé að leyfa henni að ganga yfir, og þá verja eftir bestu getu áhættuhópa.

En við staðreyndir þurfum við að halda okkur, og andfætlingar okkar í Nýja Sjálandi vissulega treystu á lokun landamæra, en á sama tíma þýddi það ákveðið andvaraleysi þar sem fólk var ekki að flýta sér að láta bólusetja sig.

Án þess að ég viti nákvæmlega stöðuna í dag, þá veit ég að þegar stjórnvöld þar gáfust upp fyrir Delta afbrigðinu, þá var langt í land að bólusetningar vernduðu almenning, að mig minnir þá vantaði allavega 20% þar um.

Rússarnir hins vegar glíma við landlæga tortryggni gagnvart yfirvöldum, eitthvað sem byrjaði að grafa um sig eftir byltinguna 1917.

Þeir eru illa bólusettir, og uppskera eftir því.

Vísan mín í meint fífl sem veiran skæri um hvort myndu lifa eða deyja, var ekki bara komin frá heimska hægrinu í USA, kvöldið áður en ég setti þetta á blað, þá horfði ég á viðtal við rússneskan kóvid sjúkling, sem eftir alvarleg veikindi sín taldi að það hefði verið mistök hjá henni að hlusta á hræðsluáróður, bólusetning hefði getað forða henni frá hremmingum sínum.

Kjarninn er samt sá að landamæri er ekki hægt að loka að eilífu, nema menn virkilega telji þörf á slíkum lokunum, svigrúmið á að nýta til að efla innlendar varnir.

Þar klikkuðum við, það er íslensk stjórnvöld, bólusetningin er ekki að halda, og innviðir eru ekki tilbúnir að mæta þeirri sviðsmynd.

En fíflin sem ábyrgðina bera Ingólfur, eru mörgum sinni betri en þau sem buðu sig fram í stjórnarandstöðunni.

Við upplifum úrkynjun velmegunarinnar, það eru engir góðir kostir í boði.

Aðeins þeir illskástu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2021 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 132934

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband