20.10.2021 | 03:52
Mólok
Þeir sem hafa Biblíuþekkingu skilja þetta ljóð. Líkingamálið ætla ég ekki að útskýra. Það geta allir túlkað á sinn hátt. Þó vil ég minna á að túlka þetta ekki eingöngu sem antivaxistatexta, því einnig má líta þannig á að með því að ala börn upp í femínísku, andkristilegu, jafnaðarrugli sé verið að fórna þeim, ekki kenna þeim hvernig heimurinn er í raun.
Rómverjarnir nálgast.
Til að blíðka þig börnum er fórnað.
Engin rökrétt hugsun,
bara ótti, skelfing,
vélræn hegðun, skilyrt, gegn okkar þjóð.
Síðan hverfur þessi þjóð,
því guðir hennar
voru ekki ánægðir með fórnina.
Er það mögulegt
að Mólok sé dýrkaður enn
í tæknisamfélaginu?
Er hann vélmennið æðsta?
Reglugerðafargan?
Heilagar reglur sem verða ekki rökræddar?
Reglur Evrópusambandsins?
Ó Mólok,
mikið er vald þitt enn!
Ort 18. september 2021.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 32
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 607
- Frá upphafi: 132938
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 442
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Biblían er merkilegasta bók sem fólk getur lesið. Allt virðist endurtaka sig í sögunni, og alltaf skulu þjóðarleiðtogar gera sömu mistökin og forfeður þeirra. Ísland hafði lengi vel gott tækifæri til að halda kristnum gildum að fólki, en þökk sé Háskólamenntun og hardcore feminisma að allt er nú glatað.
Held samt í vonina um að hægt sé að snúa dæminu við.
Loncexter, 20.10.2021 kl. 16:13
Já, útlitið er skuggalegt að mörgu leyti. Það er rétt, aðeins er hægt að halda í vonina um að ástandið skáni.
Ingólfur Sigurðsson, 21.10.2021 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.