Hringbraut fær til sín venjulegt fólk með sterkar skoðanir en ekki bara sérfræðinga sem segja sem minnst

Hringbraut heldur áfram að skara fram úr þegar kemur að áhugaverðum viðtölum við fólk. Enda er það svo þegar nýjar sjónvarpsstöðvar koma fram er ekki sama stöðnunin ríkjandi í blábyrjun, hvað sem síðar verður.

 

Fyrsti og annar þáttur Kvennaklefans voru ólíkir að gæðum. Sá fyrsti alveg flatur og lélegur en sá seinni hreint prýðilegur. Margrét Erla fer ekki alltaf troðnar slóðir og þræðir einstigið á milli kjánahrollsþáttanna hans Gísla Marteins og vandaðrar fréttamennsku.

 

Fyrsti þátturinn fannst mér ekki áhugaverður. Eftir hann áleit ég þetta enn einn þáttinn í sama stíl, þar sem yrði gagnrýnilaus umfjöllun um femínisma og allt sem ofstopafullum og öfgafullum femínískum forréttindakonum viðkemur. Svo kom seinni þátturinn og hann var miklu betri, og jafnvel miklu betri en Kastljósþátturinn 12. október um sama efni, afleiðingar Covid-19 sprautanna.

 

Þarna voru fjórar virkilega skelfdar konur yfir því að þær hefðu verið leiddar í gildru og blekktar af sóttvarnaryfirvöldunum. Þær tóku það fram að þær væru ekki antivaxistar, (mótfallnar öllum bólusetningum almennt), heldur allar fullbólusettar, en búnar að fá sig fullsaddar af blekkingum kannski. Það mátti á þeim skilja, en þó fóru þær flestar mjög varlega í málin.

 

Þetta er mjög viðkvæmt og umdeilt mál en finnst mér þó ljóst á þessu, að Margrét Erla Maack fjalli um þetta með þessum hætti í sínum þætti og á miklu opinskárri hátt en RÚV þar sem sérfræðingarnir sögðu varla neitt og sögðu ekkert víst í sínum rannsóknum, og erfitt að fullyrða um nokkuð, að það er búið að staðfesta það sem antivaxistar hafa haldið fram að ástæða er til að ætla að þetta séu óvenjulegri bólusetningar en gerist og gengur, enda ný tegund.

 

Þættir númer 2 og 1 sýndu tvennskonar fréttamennsku. Í fyrri þættinum reyndi Margrét Erla ekki að fá viðmælendur til að líta vítt og breitt á Metoo heldur sagði já og amen án gagnrýni, en í seinni þættinum spjölluðu þær saman frjálslega og komu með allskonar dæmi og voru alls ekki allar sammála, en skelfdar samt og þeim stóð ekki á sama.

 

Ég er sammála Ómari Geirssyni að stundum þarf bóluefni, (og kannski oft) en Magga Stína kom með mjög góðan punkt, hún sagði eitthvað á þá leið að þegar ófrískar konur voru hálfneyddar í bólusetningu (með félagsþrýstingi)(mitt orðalag en ekki hennar) hafi farið um hana, sem áður var ekki talið rétt. Sjálf sagði hún reynslusögu sem hristir uppí fólki.

 

Segja má að sóttvarnaryfirvöld og þríeykið sé orðið umdeilt. Nú er fólk farið að velta því fyrir sér hvort Alma og Þórólfur hafi gert mistök, eða flokkarnir þrír í ríkisstjórninni.

 

Það lítur út fyrir að þessi bolti sé ekkert hættur að rúlla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 675
  • Frá upphafi: 133146

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband