McCartney hefur aldrei verið blússnillingur, en flest annað.

Já í grunninn voru og eru Rolling Stones blúsábreiðuhljómsveit, en samt talsvert meira. Mick Jagger og Keith Richards eru þrátt fyrir allt býsna hæfileikaríkir, annar hefur samið ógleymanleg riff og báðir nokkuð vel frambærilegar laglínur. Það sem Rolling Stones hefur þó haft fram yfir Bítlana er samheldnin og aginn, þar sem egóin drifu Bítlana of snemma í sundur, því miður.

 

Svo eru það persónutöfrarnir. Báðar hljómsveitirnar yfirfullar af persónutöfrum. Þessi  lýsing í viðtalinu er þó rétt. Þáttur George Harrisons hefur kannski gleymzt, en hann þekkti tónlist liðinna áratuga mjög vel og var einstaklega vandvirkur. Þó er augljóst að allir þrír fyrir utan Ringo voru nánast alætur á tónlist og drukku áhrifin í sig sem svampar.

 

Ég hef gluggað í ævisöguna eftir Richards. Þar kemur fram að þeir hafi búið til þetta vondudrengjavörumerki meðvitað og ákveðið til að skapa mótvægi við Bítlana, og að einnig hafi verið mikill jarðvegur fyrir það í upphafi sjöunda áratugarins.

 

Þannig má segja að Rolling Stones hafi verið frumpönkarar og ekki aðeins eðalrokkarar.


mbl.is Drullaði yfir The Rolling Stones
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Þeir voru frumpönkarar.

Nákvæmlega.

Enn og aftur, gefandi að lesa hugleiðingar þínar Ingólfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.10.2021 kl. 17:30

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir það Ómar, ég kann líka vel við pistlana þína sem oft hrista uppí manni. Eins og þú sagðir við bloggkónginn hann Pál, maður getur þjónað röngum herrum, en ágætt er að vera fylginn sér, vil ég bæta við.

Ingólfur Sigurðsson, 15.10.2021 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 108
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 792
  • Frá upphafi: 129907

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 608
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband