Útlitshyggja, kynjahyggja, aldurshyggja, nýyrði

Í enskunni er til hið breiða hugtak "sexism", sem hingað til hefur ekki verið þýtt af öllum, en hugtakið kynjahyggja er góð þýðing á því orði, og nýyrði. "Ageism" er svo hægt að þýða með orðinu aldurshyggja, en að hafa fitufordóma eða þannig fordóma má kalla útlitshyggju, nema það er einföldun, eða öllu heldur hugtak sem nær yfir mjög vítt svið, en passar samt í þessu sambandi.

 

Ég var að hlusta á lagið "Clean Cut Kid" með Bob Dylan frá 1985 og ég fór að hugleiða hvort heldur væri hægt að flokka Bob Dylan sem kynjahyggjumann eða andrasista, og lögin hans þar sem hann dregur taum ofsóttra blökkumanna í Bandaríkjunum sem voru karlkyns, yfirleitt. Ég komst að því að afstöðu hans mætti flokka sem kynjahyggju, að standa með sínu eigin kyni burtséð frá kynþætti. Kynþáttahyggja og kynjahyggja eru skyld fyrirbæri eins og mjög margir viðurkenna, næstum því það sama.

 

Við Íslendingar eigum orðið karlremba, en á ensku er það orð oft þýtt sem sexism, sem nær yfir rembu beggja kynjanna, kvenrembuna og karlrembuna. Metoostefnan er mjög augljóslega sexism, eða kynjahyggja, dregur taum kvenkynsins augljóslega.

 

Til eru skynsamir femínistar af báðum kynjum sem viðurkenna þetta og veigra sér því við að kalla sig femínista eða metoosinna, en vilja gjarnan kalla sig umhverfisverndarsinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 20
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 838
  • Frá upphafi: 134587

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 560
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband