Einfaldir fletir hlutanna blekkja oft

Ég stuðaði ábyggilega marga þegar ég gaf út mín lög gegn femínisma fyrir meira en 10 árum. Samt veit ég að þau standa vel fyrir sínu, og í þeim er djúpur sannleikur sem nær alveg aftur til frummannsins á ísöld, og sýnir samskipti kynjanna í sinni frumstæðustu mynd. Mér ofbauð yfirborðshræsnin í femínistum þess tíma, skömmu fyrir aldamótin 2000, og notaði sama orðfæri og Megas og Sverrir Stormsker kenndu mér að nota til að lýsa þessu.

 

Oft segir fólk þá setningu að ofbeldi sé aldrei hægt að réttlæta eða afsaka. Getur þetta sama fólk svarað því hversvegna mjög stór hluti þeirra sem kynnast mömmu náið berja hana?

 

Það er ekki hægt að hjálpa henni. Það er ekki hægt að segja henni að losa sig við 10 stykki af sömu mubblunni sem hún á, eða taka til hjá sér. Það er ekki hægt að segja henni að fara sparlega með peningana sína, og réttur fólks sem á bágt er svo mikill að það fær að steypa sér í glötun (og öðrum með) ef það vill.

 

Ég lít frekar á þetta þannig að okkar samfélag sé sjúkt. Fólk þjáist í einsemd, og þjóðfélagsgerðin ýtir fólki útí einsemd og óhamingju og allskonar villur. Mamma er ein af milljónum manneskja sem eru svona eins, fórnarlömb neyzlusamfélagsins og kynjahugmynda, rómantískra grillna.

 

Það er eitthvað mikið að þjóðfélagsgerðinni. Ég horfði á hinn umdeilda Kveiksþátt í kvöld, og það virðist mér augljóst að það er ekki við fólkið að sakast sem étur sig til óbóta heldur þjóðfélag sem gerir fólk óhamingjusamt og nær ekki að fullnægja grunnþörfum mannsins.

 

Ég þekki hana Arnhildi Hálfdánardóttur og hennar helmingur þáttarins fannst mér öllu skárri og ekki eins klisjukenndur, því hún gerði þokkalega tilraun til að kynna sjónarmið þeirra sem ekki vilja láta bólusetja sig eða aðra, eða efast um þannig herferðir.

 

Þegar ég kynntist henni var hún að vinna sig upp í útvarpinu, en hafði ég trú á því að hún kæmist í hærri stöður, við vorum saman í ritfærnihóp og hún sýndi góða takta.

 

En í öllu fólki eru margir púkar og englar, ef svo má segja, góðir og vondir eiginleikar. Mér er annt um mömmu, en ég sé hennar galla, og það á ég pabba að þakka að stærstum hluta.

 

Ég fjallaði um Fésbókina og aðra samfélagsmiðla í síðasta pistli. Fyrst hélt ég að hún væri stefnumótasíða, en var fljótur að átta mig á að hún væri egóismastökkpallur. Síðan komst ég að því að hún er auglýsingamarkaður og gróðabrallsnornapottur. Sem sagt, niðurstaðan er sú að maður drukknar þar í flóði auglýsinga og finnur ekki sjálfan sig aftur. Frekar leiðinlegt.

 

Ég tel að minnka þurfi átökin á milli kynjanna og er sammála mörgu í femínisma þegar kemur að grunnstefjum, um réttlæti og annað. Nema hvað aðferðirnar er ég ekki viss um að séu réttar.

 

Það er mikill skortur á heimspekingum í okkar yfirborðskennda samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 677
  • Frá upphafi: 126506

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 482
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband