Um fíkniefnin netmiðlana, eins og Bergur Ebbi orðaði þetta réttilega

Facebook og önnur risanetfyrirtæki sem haga sér svona eiga það skilið að smækka mikið, og þau sem eru frjálsari eflist. 

Fésbók fyrir 10 árum er allt önnur skepna en nú, því miður. Maður ánetjast þessu og brátt fer skrímslið að reyna að stjórna manni.

Verst er þegar þessi fyrirtæki ná markaðsráðandi stöðu. Bandaríkjamenn eru þó duglegir við að brjóta fyrirtæki niður í smærri einingar og reyna að bæta svona stöðu.

Það sem byrjar sem frelsi endar sem Evrópusamband, Sovéthryllingur...

Er þetta eðli mannsins eða hvað?

Það voru skemmtilegir tímar þegar Trump hristi upp í fólki, þótt maður tryði ekki öllu sem hann sagði. Svo fór þetta dalandi.

Bergur Ebbi kom með alveg réttu skilgreininguna á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook, Instagram, osfv, þegar hann kallaði þetta dóp.

Sömu boðefni losna í líkamanum við hrós, þumla (læks) og athygli á þessum risanetmiðlum, en þetta tekur líka of mikinn tíma sem hægt er að nota í annað, og þetta er fíknmyndandi, því lífið í kjötheimum er ekki það sama og í netheimum. Frekar ætti að ýta undir hefðbundna leiki en tölvuleiki hjá börnum, þegar netnotkun færist í vöxt.

Það er sama á hvaða aldri maður er, maður á ekki að byggja upp sjálfsímynd sína svona á því að ánetjast svona gervilíferni.

Hvernig fer þetta með unglinga sem eru að byggja upp sjálfsímynd sína? Sérstaklega þegar útlitsdýrkun verður mikilvæg, nei, ekki skrýtið að bakslag komi í það sem rís hátt upphaflega.


mbl.is Bar vitni um skaðsemi Facebook fyrir þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 62
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 669
  • Frá upphafi: 126498

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 474
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband