4.10.2021 | 14:12
Af hverju lætur alltaf RÚV í það skína að hagsmunaaðilar séu hlutlausir?
Þetta Norðvesturklúður er leiðindamál, en allt sem Magnús Davíð Norðdahl lögmálaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi sagði í Kastljósþættinum fyrsta er hagsmunatengt persónulega, þar sem hann á hagsmuna að gæta, sem oddviti. Þessvegna er það mjög undarlegt að Silfrið, Kastljós og fleiri þættir vitni í hann eins og einhvern sérfræðing sem segi eitthvað sem ekki er litað af viðhorfum og hagsmunum.
Undarlegt var það í fyrsta Kastljósþættinum þegar hann fullyrti að ekki væri hægt að telja í þriðja sinn vegna þess að varzlan hafi verið ótrygg á kjörgögnunum. Samt þegar hann var spurður hvort hann teldi að eitthvað óheiðarlegt hefði farið fram ekki hægt að fullyrða það.
Ef þriðja talningin gefur sömu útkomu og önnur talning eða fyrsta hlýtur það að vera sterk vísbending.
Að kjósa aftur á öllu landinu er býsna langt gengið. Jafnvel þótt aðeins væri kosið á þessum landshluta gætu orðið eftirmál af því.
![]() |
Píratar tilbúnir að styðja minnihlutastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Mannkynssagan er mörkuð af frægum persónum eins og Gretu Thun...
- Góðar hryllingsmyndir vísa í margar áttir og snúast ekki endi...
- Þegar konur stjórna, þá er móðursýki og klikkun afleiðingin
- Aðeins kærleiksrík vera gat keppt við Krist um vinsældir, ekk...
- Ástandið á Gasa sem ekki er bara Hamas að kenna er undirrót s...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 66
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 632
- Frá upphafi: 160218
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 464
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 58
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.