Málvöndun á undanhaldi, ásamt öðrum einkennum menningarinnar

Ekki hef ég alltaf verið sammála Rúnari Kristjánssyni en hann skrifaði frábæran pistil nú um helgina sem heitir "Hvað eru hryðjuverk?" Þar kemst hann að þeirri frekar augljósu staðreynd að lögleg yfirvöld hafa unnið að því ljóst og leynt að vinna hryðjuverk, ekki bara á þessu landi heldur víðar. Þó tel ég það vera vegna útlendra áhrifa fyrst og fremst, Píratar og aðrir femínistar mest sýktir af þeirri helstefnu.

 

Annars hvet ég alla til að lesa þessa grein. Hún ætti að vera skyldulesning á þessum tímum. Oft er það svo að eitthvað gott fer framhjá fólki þar sem áreitin eru svo mörg og fólk tekur helzt eftir einhverju sem hinir frægustu skrifa eða segja.

 

Tökum til dæmis tungumálið okkar, íslenzkuna, sem við eigum að vernda. Bæði í prentuðu máli og rituðu er fólk farið að sleppa viðtengingarhætti og nota framsöguháttinn ranglega. Til dæmis í Kappsmálsþætti síðast, þar sem annað hvort Bragi Valdimar gleymdi að leiðrétta villuna eða að hún var í hinum opinbera texta.

 

"Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna að hann getur ekki stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega."

 

Þetta á auðvitað að vera: "... að hann geti ekki stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega".

 

Einnig hef ég tekið eftir því að sumir eru hættir að beygja nöfn almennilega, ekki bara útlend nöfn heldur jafnvel íslenzk líka. Þetta þarf að benda á og hefja átak til að laga þessa hnignun íslenzkunnar.

 

Það má ímynda sér að svona hafi danska, norska, sænska, enska og franska misst sínar beygingar í fyrndinni, með því að metnaðinn skorti og fólki var leyft að gera villur.

 

Annars kemur grein Rúnars inná margt. Af henni má ráða að sú lygi sem sett er í glanspappír vinni jafnvel enn verri hryðjuverk en uppreisnarseggir með byssur. Það má til sanns vegar færa og hljóta margir að geta tekið undir það, sem spá í okkar þjóðfélag.

 

Þegar gamlar hefðir gleymast og speki sem hefur haldið lífi í þjóðunum er ekki von á góðu, þegar þráðurinn á milli kynslóðanna slitnar.

 

Í nútímanum gleymist það að til að viðhalda siðmenningu þarf unga fólkið að vera íhaldssamt en rökvíst um leið. Fólk eins og Píratar, sem eru andsetið af útlendum hópum það skaðar hefðir sem eiga fullan rétt á sér, og slíka hegðun má flokka sem hryðjuverk. Andleg hryðjuverk eru verst af öllum hryðjuverkum, og það má lesa þennan boðskap einnig út úr grein Rúnars.

 

Allir flokkar hafa spillzt í nútímanum, og unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum ber þessi merki einnig. Því má segja að úrslit þessara kosninga hafi verið varnarsigur fyrir íhald og rökvísi, en ég hef enn fulla trú á því að flokkar eins og Íslenzka þjóðfylkingin, Frelsisflokkurinn og Lýðræðislegi frelsisflokkurinn eigi framtíð fyrir sér, þótt kjósendur hafi ekki almennt verið á þeirri skoðun fyrir þessar kosningar.

 

Þegar fólk kýs taktvíst, vill ekki kjósa flokk sem ekki á möguleika, kemur ekki rétt niðurstaða í ljós. Þessir flokkar eiga miklu meira inni en úrslit kosninganna sýndu, ég er viss um það. Rétt er það hjá Sigmundi Davíð, að þrautsegja er einn mikilvægasti kostur sem stjórnmálamenn þurfa að hafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 52
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 512
  • Frá upphafi: 132180

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 407
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband