Hvernig er hægt að túlka úrslit kosninganna öðruvísi en sigur hefðbundinna flokka og íhalds, jafnvel fjórflokksins?

Sjálfstæðisflokkurinn er þrátt fyrir breytingar sami hægriflokkur og hann var stofnaður til að vera fyrir mörgum áratugum. Ef vinstrisveifla er í gangi kemur hún ekki frá almenningi heldur elítunni, í fjölmiðlum og víðar. Vissulega má kalla Sjálfstæðisflokkinn jafnaðarflokk og vinstriflokk, en ef raunveruleg hægrisveifla kæmi og þurrkaði út vinstriflokkana, eins og æskilegt væri, þá yrði Sjálfstæðisflokkurinn jafnvel róttækari hægriflokkur en hann var í upphafi. Þetta virðist allt fara eftir tíðarandanum hverju sinni.

 

Vinstri grænir eru arftakar Alþýðubandalagsins, jafnvel Kommúnistaflokks Íslands sem var til fyrir löngu.

 

Framsókn er í grunninn sami miðjuflokkurinn og fyrir mörgum áratugum.

 

Hin flokksbrotin eru bæði gamli Alþýðuflokkurinn og brot úr þessum þremur sem eru í ríkisstjórn. Þannig að í gegnum allan þennan fjölda smáflokka sér maður glytta í gamla fjórflokkinn sprelllifandi ennþá þrátt fyrir allt eftir kosningarnar.

 

Merkilegt er þetta hversu fátt getur breyzt eftir allt saman.

 

En Flokkur fólksins hefur sýnt og sannað að smáflokkar geta samt unnið sig upp og stækkað. Hvort þetta fylgi viðhelzt mörg kjörtímabil er spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband