Kosningadagur var hátíðisdagur hjá mörgum áður fyrr

Þegar ég ólst upp hjá afa og ömmu var mikið talað um pólitík. Í götunni okkar voru margir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, flestir held ég, enda lítil og meðalstór fyrirtæki sem við og nágrannarnir áttum eða unnum hjá, og það var ákveðin setning sem var sögð: "Ef þú átt aur taka kommarnir helminginn en íhaldið leyfir þér að halda honum".

 

Það var aldrei tekið mark á smáflokkum - sem ekki tilheyrðu fjórflokknum. Kommi, krati, framsókn eða sjálfstæðismaður, þessi fjögur hugtök voru álitin óbreytanlegar stærðir og eilífar. Amma Fanney notaði orðið "Íhald" í niðrandi merkingu, en mér var sama.

 

Það var mikill hátíðisdagur þegar kosningadagur rann upp. Þá fóru afi og amma í sitt fínasta púss áður en gengið var inn í kjörklefann. Reynt var að láta eins og leynd væri yfir því hvernig kosið var, en samt bara á yfirborðinu.

 

Þetta með leyndina skildi ég aldrei. Þau þekktu flesta í nágrenninu og það var vitað hvað allir kusu sem þau þekktu - eða gizkuðu á út frá samtölum, og ekki tekið í mál að neinn skipti um skoðun, held ég. Maður hélt með liðinu sínu til æviloka, eða gengið út frá því sem vísu, öfugt við það sem er núna.

 

Þegar ég var kominn með kosningarétt sveiflaðist ég á milli jafn róttækra öfga og Sjálfstæðisflokksins og Kvennalistans, sem ég kaus einu sinni áður en hann var lagður niður í einhverjum kosningum. Það var vegna þess að ég taldi mig femínista á ákveðnum tímapunkti, sennilega vegna áhrifa frá mömmu. Annars kaus ég Sjálfstæðisflokkinn þarna þegar ég var fyrst með kosningarétt, eftir að hafa áttað mig á því að kommúnismi væri ekki nema sýndarmennska.

 

Það er margt sem kemur mér spánskt fyrir sjónir þegar ég spái í ömmu og afa. Hvers vegna var litið þannig á að fólk skipti ekki um skoðun í pólitík?

Af hverju var amma svona mikil sjálfstæðismanneskja, hún sem fæddist og ólst upp í torfbæ á Snæfellsnesi, bláfátæk? Ég bara veit að það tengdist eitthvað trú hennar, hversu sannkristin hún var, og svo uppeldinu í sveitinni.

 

Þótt manni finnist sem helstefna sé ríkjandi á mörgum sviðum og afturför finnst mér það framför og jákvætt að fólk er farið að skipta um skoðun í pólitík. Kannski er það bara til að líkjast ekki fyrri kynslóðum. Það er til marks um frjálsan vilja, sem manni finnst þó ekki alltaf ríkjandi. Rökræður skila oft ekki árangri, fólk hlustar ekki á rök, fólki er sama um sannleikann, og kunningjaþrýstingur eða félagsstaða stjórnar kosningahegðun frekar en frjáls vilji. Þannig að fátt hefur breyzt í raun, nema trygglyndið er minna.

 

Kannski er það hluti af því að flokkarnir hnupla stefnumálum frá öðrum flokkum og eru farnir að líkjast mikið innbyrðis sem flæðið er meira á milli flokka.

En í raun er þetta ekki mikið lýðræði. Flokkarnir eru eiginlega allir eins. Umræður fara ekki á dýptina, sízt í sjónvarpsþáttunum þar sem hver gaggar uppí annan sömu tuggurnar og fátt eða ekkert sem farið er eftir að kosningunum loknum, nema pólitíkusarnir neyðist til þess til að fá betri ásýnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 698
  • Frá upphafi: 127325

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband